Hlín - 01.01.1957, Síða 23
Hlín
21
sem það var vel þegið. — Þessar ferðir fór Guðrún sjálf
ihvert haust, því ekki stóðu ferðalög fyrir henni fremur en
annað, ef á þurfti að halda. — Fyrir vöru sína tók hún
fiskmeti til heimilisins, því ætíð var vel fyrir því sjeð, að
liafa góða og næringarmikla fæðu í heimilinu.
Eins og að framan segir naut Guðrún lítillar fræðslu í
æsku, en hún setti það ekki fyrir sig, greind hennar og
námfýsi hjálpaði henni yfir alla örðugleika. — Hún ljet
sjer ekki nægja að vefa, spinna og prjóna, hana langaði til
að sauma fyrir sitt heimili.
Hún tók sig því upp og heimsótti laghenta vinkonu
sína, sem átti saumavjel, er þá voru óðum að ryðja sjer til
rúms, og óskaði að hún segði sjer til að sníða og sauma
karlmannaföt. — Það var auðsótt. — Hafði hún orð á því,
að Guðrún væri óvenjulegur nemandi. Alt ljeki í hendi
hennar sem æfð væri. — Er fötin á mann hennar voru til-
búin, sem hún hafði að öllu unnið sjálf, nema tölum og
tvinna (fóðrið var heimaunninn tvistdúkur), var hún
hamingjusöm. — Þetta jók henni áræði. — Við fyrsta tæki-
færi fjekk hún sjer saumavjel, og saumaði sjálf það sem
heimili hennar þarfnaðist. — Fjekk sjer snið og annað þar
að lútandi, eftir kröfum tímans, var ætíð dáðst að hand-
bragði hennar, enda var hún góð fyrirmynd dætra sinna,
sem ungar komu í lið með hgnni.
Frá Saurbæ flytja. þau Guðrún og Magnús 1901 að Ytri-
Hofdölum í Viðvíkurhreppi og bjuggu þá góðu búi. —
Nú fengu þau loforð um að fá þá jörð keypta, og fengu
hana með sanngjörnu verði, því alt var þar í mestu nið-
urníðslu — í Hofdölum byggja þau upp öll bæjarhús og
smiðju,'ásamt gripahúsum og heyhlöðum. — Einnig
koma þau upp matjurtagörðum, sem gáfu góðan arð. — Á
seinni árum ræktaði Guðrún blómagarð á móti suðri við
bæjarvegginn. — Líka var unnið að jarðabótum, bæði í
Saurbæ, en þó rnikið meira í Hofdölum.
Byggingar allar voru, eins og þá tíðkaðist, mest af torfi,
grjóti og trje. — Að byggingum sem öðru vann Guðrún