Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 25
Hlin
23
umsvifaminna, las Guðrún mikið fræðibækur og naut
þess. — Guðrún var greindarleg kona, fríð sýnum, há og
grönn vexti, prúð í framkomu, fáorð, en hreinskilin,
sómdi sjer allsstaðar hið besta.
1912 hjeldu hjónin silfurbrúðkaup sitt með ættmönn-
um og vinum. Var þeim í tilefni af því á ýmsan hátt sómi
sýndur. — Nokkru seinna á því ári andaðist Magnús. —
Varð bráðkvaddur. — Læknis var strax vitjað, en enginn
dauðanum ver. — Guðrún bjó þarna áfram. — Flest börn-
in gift í burtu. — Tveir drengir í ómegð, átta og sex ára.
— Um nokkur ár bjuggu á móti henni dóttir og tengda-
sonur.
í annað sinn giftist Guðrún 1916, Sigtryggi Sigfússyni,
þektum sæmdarmanni. — Á öðru búskaparári þeirra tóku
þau til fósturs dótturson Guðrúnar, Sigtrygg Pálsson, á
fyrsta ári. — Skömmu síðar annan dóttui'son hennar, smá-
barn. — Reyndust þeim í öllu sem eigin börnum. — Á 80
ára afmæli Guðrúnar heimsóttu börnin hana og stjúp-
föður sinn. Afhenti Guðrún hverju þeirra að skilnaði
1000 kr., eitt þúsund krónur, sem hún hafði ávaxtað af
eigum frá fyrra hjónabandi. — Dugðu engin mótmæli
þeirra við þessari rausn hennar. Ekki var þar gleymt fóst-
ursonunum.
Eins og áður er á minst er hjer í þessari æfiminningu
aðeins stiklað á stóru um líf og athafnir Guðrúnar. — Þó
verður af mörgu, sem minst er á, auðráðið, að hjer var
enga meðalmensku um að ræða, t. d. þegar ellistyrkur var
veittur, og hún hafði lögaldur til að njóta hans, var hún
ófús til þess, þótt svo yrði. — Svo var sterk sjálfsbjargar-
hugsjón hennar. — Lýsir það, ásamt mörgu öðru, lyndis-
einkunn þessarar stórbrotnu konu.
Myndin, sem hjer er með, var tekin heima á 80 ára af-
mælinu.
Þá er æfi þessarar merku konu, sem hjer um ræðir, orð-
in öll, og munu allir þeir, sem kyntust henni, minnast
hennar sem fyrirmyndar konu síns tíma. —• Guðrún og