Hlín - 01.01.1957, Side 26
24
Hlín
Sigtryggur brugðu búi 1944. — Tók þá jörðina Hólm-
steinn fóstursonur þeirra og býr þar, giftur frændkonu
sinni, Guðrúnu Bergsdóttur, hjónin eru systkinabörn. —
Til þeirra fóru þau, Guðrún og maður hennar. — Síðustu
tvö árin var Guðrún mjög heilsuveil. — Reyndist sonar-
dóttirin, Guðrún, og fóstursonurinn, Hólmsteinn, henni
umhyggjusöm og ástúðleg til hinstu stundar, sem best
varð á kosið.
Að síðustu mín innileg kveðja til Guðrúnar, og vil jeg
í því sambandi með sannri virðing og vináttu minnast
samveru okkar í Iðnfjelagi Viðvíkurhrepps, er jeg þá
veitti forstöðu. — Guðrún var heil og einlæg æfinlega, og
ljet dagsins önn ekki aftra sjer frá að sækja fundi og
styðja fjelagið í hvívetna.
Nú er hún komin til Ijóssins landa, þar sem hún í
hjarta sínu treysti tryggri höfn.
Reykjavík, 1. ágúst 1956.
Margrjet Símonardóttir frá Brimnesi.*)
Hundrað ára minning
MAGNÚSAR G. GUNNLAUGSSONAR
frá Ytri-Hofdölum.
Eftir ættfræðing Pjetur Zóphoniasson 1945.
Magnús Gunnlaugsson bóndi á Ytri-Hofdölum í Skaga-
firði er fæddur 3. sept. 1845 að Garði í Ólafsfirði. Það
eru því 100 ár síðan hann fæddist, og því rjett að halda
*) Minningarorðin áttu helst að koma í 38. árg. „Hlínar“ 1956,
en þar var þá fullskipað.
Margrjet frá Brimnesi skrifar haustið 1956: „Guðrún sáluga
bað þess eindregið, að ef eftir sig yrði skrifað, að hundrað ára
minning, eftir Pjetur Zóphoníasson, ættfræðing, um Magnús,
mann hennar, yrði látin fylgja með. — Það var ætíð mjög ást-
úðlegt með þeim.“ — Ritstj.