Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 28
26
Hlin
var komið til hans folum, sem aðrir rjeðu ekki við, og
urðu þeir góðhestar undir handleiðslu hans.
Magnús var fríður maður, frekar stór og þrekinn. —
Hann var ljettlyndur og viðkvæmur, en gersamlega laus
við undirferli og baktal. — Hann var stórlyndur og ljet
skoðanir sínar í ljós, hvort sem þær líkuðu betur eða ver.
— En altaf var Magnús vel látinn af öllum, er þektu hann,
hið góða var svo sterkt í honum, að allir urðu varir við
það, bæði þeir, sem eldri voru og strákar eins og jeg var
þá, er jeg kyntist honum fyrst.
Með Guðrúnu Bergsdóttur, konu sinni, átti Magnús 14
börn á 20 árum, af þeim eru lifandi: Hartmann, býr á
stóru nýbýli, Melstað í Óslandshlíð, Guðmundur, bílstj. í
Reykjavík, Bergur, bóndi í Enni, Einar skipasmiður á
Akureyri, Ingimar, húsasmiður í Reykjavík, og húsfreyj-
urnar: Ásta á Siglufirði, Sigríður á Hofdölum, Bergný í
Reykjavík og Þórunn á Sauðárkróki. — Alt myndarfólk.
Magnús og Guðrún bjuggu alla tíð skuldlausu búi. —
Þau trúðu ekki á mátt skuldanna, en þau trúðu á mátt
vinnunnar, og varð að því. — Þau byrjuðu með tvær
hendur tómar, en enduðu búskapinn sem jarðeigendur
með gott bú, og komu með sóma upp börnum sínum, svo
þau eru til gagns og heilla fyrir þjóðfjelagið.
Slíkir menn eru þarfir landi og þjóð.
Pjetur Zóphoníasson, ættfræðingur.
Guðrún Sveinbjamardóttir,
Hurðarbaki, Reyklioltsdal.
MINNING.
Jeg vil minnast hjer með nokkrum orðum þessarar
látnu ágætiskonu, enda þótt þau orð verði fátæklegri en
verðugt væri.
Guðrún á Hurðarbaki ljest 14. des. 1955, tæpra 77 ára