Hlín - 01.01.1957, Síða 29
Hlin
27
að aldri. — Hún var fædd
18. jan. 1879 að Giljum í
Hálsasveit, og í þeirri
sveit lifði hún öll sín
bernsku- og uppvaxtarár,
því foreldrar hennar, þau
Sveinbjörn Þorbjarnarson
og seinni kona hans, Soff-
ía Árnadóttir frá Kal-
manstungu, bjuggu síðar
á Sigmundarstöðum. —
Guðrún ólst því upp í
þeirri fögru fjallabygð,
þar sem jöklar og fjöll
gnæfa hrein, há og tignar-
leg, beina hug og sjón til
hæða og skapa ósjálfrátt
festu og öryggi þeim, sem
nærri þeim dvelja. —
Guðrún fór heldur ekki á mis við þau áhrif, sem slíkt um-
hverfi virðist megnugt að móta og skapa, því hún átti hið
hreina hugarfar og var óvenju hreinskilin og djörf í máli,
og hún eignaðist þá sönnU, öruggu lífsskoðun, sem ekki
haggaðist, Iivorki í meðlæti nje mótlæti. — Guðrún átti
líka þá foreldra, sem glæddu hjá börnum sínum hinar
fornu dygðir: Einlæga guðstrú, ráðvendni í hvívetna,
iðni, reglusemi og sparsemi. — Allar þessar sönnu, göfugu
dygðir einkendu og mótuðu alt líf hennar og starf til hins
síðasta.
Guðrún var mjög vel greind kona, og hefur óefað þráð
að njóta meiri mentunar í æsku en þá var kostur. — Ung
stundaðí hún þó eitthvað barnakenslu um skeið, þó hún
nyti ekki til þess sjerstakrar mentunar, og vann hún það
starf sem önnur af samviskusemi og heilum hug, og var
vinsæl hjá þeim. ei þess nutu.
Árið 1904 giftist Guðrún Þorsteini Bjarnasyni á Hurð-
Guðrún Sveinbjarnardótlir.