Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 31
Hlin
29
vinnu, sem hún leysti a£ höndum, og hún var oft mikil,
því auk venjulegra heimilisstarfa saumaði hún alt fyrir
sitt heimili, og einnig mikið fyrir aðra, og það karl-
mannaföt, sem er nú engin ígripavinna og tekur mikinn
tíma. — Voru því viðbrigðin mikil, þegar svo skjótlega
tók fyrir alt starf, en aldurinn enn ekki orðinn það hár,
að hún var vel vinnufær að öðru leyti.
Einnig lagðist þungt á Guðrúnu langvarandi veikindi
eldri dóttur hennar, Vilborgar, sem var útlærð hjúkrun-
arkona og byrjuð að hjúkra, en veiktist mjög alvarlega
og hefur verið sjúklingur í mörg ár. — En alt þétta bar
Guðrún eins og hetja og kvartaði ekki yfir sínu hlutskifti.
— Það var ekki hægt annað en veita athygli og dást að
þreki hennar og þolgæði. — En hún þakkaði sjer ekki það
þrek, heldur gaf Guði dýrðina, því hún hafði fengið að
fullreyna, að „Guð er hæli og styrkur, örugg lijálp í nauð-
um“, öllum þeim, sem á hann vona og treysta. Og hún
treysti Guði fullkomlega og þakkaði honum, sem gaf
henni sigurinn fyrir Jesúm Krist, sem hún trúði á sem
fullkominn frelsara sinn og Drottinn. — Hún vitnaði með
djörfung um, að liann hefði veitt sjer nýtt h'f, því hún
þráði svo hjartanlega, að sem flestir mættu eignast þá trú-
arvissu og öryggi, sem var henni alt. — Þessvegna ljet hún
ekki hjá líða að benda á leiðina að því marki, bæði okkur
hjer í kvenfjelagi okkar og öðrum. — Einnig að lesa og
íhuga Guðsorð og hafa það að leiðarstjörnu lífsins: ,,í
þolinmæði og trausti skal yðar styrkur vera,“ segir heilög
ritning. — Þannig endurspeglaðist líka hennar þolinmæði
og traust til samferðamannanna í gegnum þá reynslu, sem
lífið lagði henni á herðar. — Jeg fyrir mitt leyti er í stórri
þakkarskuld við Guðrúnu fyrir styrk og uppörfun í mínu
trúarlífi, sem jeg varð aðnjótandi fyrir áhrif hennar og
kynningu. — Því þó hún væri líkamlega lömuð, gat hún
miðlað öðrum af sínum andlega styrk.
Þótt Guðrún yrði að líða heilsubrest um mörg ár, og
mæta þeim örðugleikum er því fylgja, var hún þar fyrir