Hlín - 01.01.1957, Síða 32
30
Hlin
mikil gæfukona, einnig hvað snerti hinn líkamlega hag.
— Hún eignaðist ágætan mann, átti góð og efnileg börn.
Og eins og áður var sagt átti hún heimili, sem var til fyr-
irmyndar ,og átti við góðan efnahag að búa. — Og þessa
trausta, fastmótaða, kæra heimilis fjekk hún að njóta og
og dvelja á til hins síðasta. — Hún mat mikils tengdadæt-
ur sínar, og hafði mikið yndi og ánægju af sonardætrun-
um, þegar hún fjekk notið nærveru þeirra. — Þá fjekk
hún og að finna og reyna ástúð, umhyggju og trausts síns
elskaða eiginmanns, þegar mest þurfti með, einnig síns
góða sonar og ágætu tengdadóttur, sem ljetu sjer ant um
hana á allan hátt, og sýndu henni virðing og sóma að
verðleikum.
Það sem lamaði Guðrúnu var taugatitringur, byrjaði í
höndunum, og gat hún gert dálítið framanaf, en eftir því
sem lengra leið ágerðist þessi titringur, svo að hún gat
orðið enga björg sjer veitt, var algerlega hjálparþurfi, en
leið best með því að vera á lireyfingu, átti svo bágt með
sitja lengi eða liggja.
Svo þegar óhapp og slys bar að liöndum, sem orsak-
að gat að hún yrði að fara að liggja rúmföst, sem hefði
orðið henni svo erfitt, þá kallaði Guð hana heim á hag-
kvæmum tíma, úr skammdegi þessa lífs, inn í langdegi ei-
lífðarinnar, inn í hinn mikla jólafögnuð, þar sem hún fær
að lofsyngja Lausnara sínum og Herra um alla eilífð.
Blessuð veri ávalt minning hennar meðal vor.
Vilborg Jóhannesdóttir, Geirshlíð í Flókadal,
Reykholtshreppi.
(Þessi grein var upphaflega birt árið 1956 í skrifuðu blaði,
sem Kvenfjelág Reykdæla gefur út innan fjelags síns, en mjer
finst það vel viðeigandi að minning um þessa konu geymist ein-
mitt í „Hlín“, þótt hún sje fátæklega framsett frá minni hendi,
því Guðrún var kona sannarlega þjóðholl, sönn og trú í sínu
lífi og starfi. — V. J.).