Hlín - 01.01.1957, Side 34
32
Hlin
Þetta er hin ytri mynd, sem hægt er að sýna, en þar sem
lífssaga þessa heimilis er að mörgu leyti merkari en al-
ment gerist, langar mig til að rekja hana með nokkrum
orðum, sem þó hljóta að verða ófullkomnari en verð-
ugt væri.
Á þeim árum ,sem þau Brjánsstaðahjón hófu búskap
sinn, voru víða miklir örðugleikar og lítil efni til heimil-
ismyndunar, og vissulega voru þessi ungu hjón ekki auð-
ug af veraldlegum munum, en þeim mun ríkari af ást og
kærleika til alls lífs. — Á þeim grundvelli var heimilið
stofnað. — Sjálfsbjargarhvötin óvenju sterk, bjartsýni og
nægjusemi ríkti í sálum beggja. — Þessi kærleiksríka trú
varð að veruleika, trúin á það, að þau litlu efni, sem þau
höfðu til umráða, mættu bjarga þeim áfram. Þeim varð
og að trú sinni. — Hið fyrsta búskaparár þeirra var bú-
stofninn aðeins 2 kýr, 2 hross og 6 ær, sem þá voru bafðar
í kvíum og mjólkaðar. — Jörðin, sem þau þá höfðu á
leigu var talin kostai-ýr. — En nú við fráfall þessarar
merku konu, sem hjer er minst, er þessi jörð, sem nú er í
eigu fjölskyldunnar, með allra bestu býlum sveitarinnar
að hýsingu allri og ræktun eins og best verður ákosið, og
ber nú eitthvert stærsta búið innan sveitarinnar. — Inn-
anhús ber alt vott um þrifnað og smekkvísi. — Það er
ekki hægt að sýna það í rjettri mynd hver afrek hafa unn-
in verið innan þessa merka heimilis. — Fjórtán af átján
börnum þessara hjóna komust til fullorðins ára, þar af
eru þrettán á lífi, sem öll voru viðstödd jarðarför móður-
innar og reynast hvervetna köllun sinni trú og hið nýt-
asta og mannvænlegasta fólk. Fjögur systkinin búa saman
á Brjánsstöðum. Öll hin í fjnrlægð. — Þetta þekkja marg-
ir, því margir hafa átt leið um Brjánsstaði, og þegið góð-
an beina, bæði líkamlegan andlegan. — Jeg segi andlegan,
því ekki var síður unnið að andlegu fjársjóðunum, og það
heima fyrir, sem fjöldinn nú þykist þurfa að sækja eitt-
hvað út í heim. — Ekkert þessara bama stundaði skóia-
nám, nema aðeins lögskipaðan barnaskóla, þó fullyrði