Hlín - 01.01.1957, Síða 35
Hlín
33
jeg, að Brjánssbaðaheimilið tileinkaði sjer þá menningu,
sem nútíminn hefur á boðstólum, engu síður en það fólk,
sem nú stundar langskólanám. — iÞessu til sönnunar má
nefna það, að fyrsta útvarpstækið í Skeiðasveit kom á það
heimili, þar var bygt fyrsba steinhúsið, fyrsta vindmyllan
kom þar, fyrsti bíllinn, svo eitthvað sje nefnt, og sýnir
þetta best, hve fljótt þetta heimili notaði sjer þessa tækni-
legu þróun. — En þetta er aðeins sú hliðin. — Helga var
fróðleiksþyrst og tókst að afla sjer margskonar gullkorna
úr þjóðlegum fræðum, ljóðelsk og kunni margt og mikið
af ljóðum og dýrmætum sögum, og börnin fylgdust með
af áhuga, sem varð þeim að staðgóðri þekkingu á þjóð-
legum verðmætum og öðru því sem til heilla mátti verða.
— Öll andleg verðmæti voru varðveitt sem helgur dómur,
og öllum á heimilinu var það sameiginlegt. — Alt var
sameiginlegt innan þessarar stóru fjölskyldu. En drottn-
ingin, tigin og göfug, sjálf húsmóðirin, var ljósið, sem
altaf lýsti, hlúði að og ríkti, ekki með valdboði, heldur
með kærleiksríku hjarta, sem bömin öll skildu jafnan og
viðurkendu svo vel. — í einu orði sagt, þar ríkti gagn-
kvæmur skilningur, enda var komist svo að orði í afmælis-
hófi, þegar Helga varð sjötug, að hvorki mundi þurfa
vöggustofu nje elliheimili, ef mörg heimili fyndust slík
sem Brjánsstaðaheimilið, en nú munu það þykja nauðsyn-
legar stofnanir. Þetta reyndist þar sannmæli. Börnin sáu
um það með sæmd, að gera móður sinni ellina svo ljett-
bæra sem auðið var, og endurgjalda á þann hátt, hve
mjúkiega móðirin bafði vaggað þeim í svefn.
Samhugur þessarar fjölskyldu var alveg óvenjulegur. —
Allir voru samtaka um að reyna að koma auga á það, sem
verða mætti lífinu til fullkomnunar.
Útvarpið var Helgu hinn mikli töfraheimur í fyrstu, og
hlustaði hún á það með mikilli athygli, sem henni fanst
þess virði, en samt ljet hún lestur góðra bóka aldrei niður
falla, bókum unni hún, og eitt af fullkomnun þessa heim-
ilis var stórt og vandað bókasafn, sem hún meðhöndlaði
3