Hlín - 01.01.1957, Síða 36
34
Hlin
með sínum mjúku móðurhöndum, sem henni var svo
tamt og eiginlegt að rjetta fram. — Hún mun hafa átt all-
ar þær bækur, sem til eru á íslensku, um dulræn efni,
enda fylgdist hún af alhuga með þeim málum, er snerti
framhaldslífið, og taldi sjer það mikinn sálargróður að
hafa kynst spiritismanum.
Hún horfði örugg og vongóð til umskiftanna og fá þá
að mæta aftur horfnum ástvinum. — Hún mintist oft
þeirra orða Krists: „Leitið og þjer munuð finna“, og hún
fann oft til nálægðar hins æðri máttar og viðurkendi
þann andlega styrk, er hún hafði notið í lífi sínu og öll-
um erfiðleikum. — Hún vitnaði oft í þetta vers Einars H.
Kvarans: „Ef gleðibros er gefið mjer, sú gjöf er, Drottinn,
öll frá þjer, og verði af sorgum vot mín kinn, jeg veit að
þú ert faðir minn.“
Sterkasti eðlisþáttur Helgu var hið fórnandi móður-
eðli. — Bamið var hið dásamlegasta í tilverunni, sem hún
gat hugsað sjer, þó hún hefði og næmt auga fyrir allri feg-
urð náttúrunnar.
Jeg heimsótti hana skömmu fyrir andlátið og minnist
atviks til sönnunar því, hve trúlega móðureðlið ríkti í sál
hennar. — Jeg sagði henni frá smá-skemtiatriði á sam-
komu, þar sem móðir var sýnd með tvo unga sonu sína. —
Mátti hún þá varla mæla, en jeg heyrði þó að hún sagði:
„Mikið hefði verið gaman að sjá drengina," og um leið
færðist sólbjarta brosið hennar yfir andlitið.
Allri drenglund, trygð og manndómi unni hún og
kunni vel að meta, því hún var gædd góðum gáfum og
víðsýni, en framar öllu öðru átti hún kærleiksríkt móður-
hjarta, sem vildi fórna sjer fyrir þá, sem vanmáttugir voru
og hjálparþurfa.
Mikill fjöldi vina fylgdi lienni til hinstu hvílu á fyrsta
sólbjarta vordeginum, eftir strangan vetur og kalt vor. —
Allir kvöddi hana með þakklátum huga, og meðal hinna
mörgu, sem kvöddu með sjerstöku þakklæti, voru 6 bræð-