Hlín - 01.01.1957, Side 37
Hlín 35
ur, er báru hana til grafar, því hún vildi jafnan vera þeim
sem önnur móðir.*)
Helga, vinkona mín. — I>ú ert horfin. — Hjervistar-
samveru okkar lokið, en aðeins um stund. — í vistlegu
herbergi þínu er djú}?, heilög, sefandi þögn. Jeg leita
þangað áfram, enn mæti jeg brosi þínu í brosi barna
þinna og nýt huggunar.
Jeg bað þig fyrir kveðju við legstað þinn. — Jeg veit þú
hefur skilað henni.
Nú ljómar þjer birtan, sem þú eygðir áður en umskift-
in urðu.
Þú unnir því fegursta, sem lífið á til, og nú lætur Guð
þig njóta þess.
Haf hjartans þökk fyrir samfylgdina!
Friður sje með þjerl
Guðbjörg Kolbeinsdóttir, Votamýri á Skeiðum.
Sigurlína R. Sigtryggsdóttir
frá Æsustöðum í Eyjafirði.
MINNINGARORÐ.
Fyrir 30—40 árum var nafn þessarar konu á margra vör-
um í Eyjafirði og víða um Norðurland, og bar margt til
þess, að konan varð þekt utan síns þrönga umhverfis,
fremur en altítt var um sveitakonur á þeim árum.
Konan var framfarakona mikil og framgjörn, Ijet sjer
*) Þeir 6 bræður, sem í greininni eru nefndir, voru í upp-
vexti sínum næstu nágrannar Helgu, og höfðu bundist órjúfan-
legum trygðar- og vináttuböndum við þetta heimili. — Þessir
bræður voru frá Votumýri, næsta býli við Brjánsstaði, synir
Eiríks Magnússonar, er þar bjó allan sinn búskap, og konu hans
Hallberu Vilhelmsdóttur Bernhöfts. — Þessir 6 bræður eru því
bræður Guðna, manns míns. — Guðbjörg.
3*