Hlín - 01.01.1957, Page 38
36
Hlin
margt til hugar koma,
áleit að með samtökum
mætti koma ýmsu til leið-
ar. Með brennandi áhuga
sínum og eldmóði vakti
liún marga til fylgdar við
sig. — Það sópaði að Sig-
urlínu í ræðustól, þegar
hún talaði fyrir tillögum
sínum, sem hún bar fram
kurteislega og öfgalaust.
Það voru sjerstaklega
lieilbrigðismálin, er hún
beitti sjer fyrir. — Á þeim
árum geisaði berklaveikin
um Eyjafjörð og lagði
Sigurlina R. Sigtryggsdóttir. margt ungt og efnilegt
fólk í gröfina fyrir aldur
fram. Áttu margir um
sárt að binda af þeim sökum.
Þá var það, að samtök urðu um það að koma upp
heilsuhæli á Norðurlandi, og áttu margir mætir menn,
karlar og konur, þátt í að hrinda því ágæta máli fram til
sigurs. — Var Sigurlína ein hin fyrsta til að hreyfa því
máli. — Samband norðlenskra kvenna var þar og framar-
lega í flokki. Formaður þess, sem þá var Kristbjörg Jóna-
tansdóttir, kennari, var ein í nefndinni, sem vann að þvf
máli.
KVenfjelagið „Hjálpin" í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði,
með Sigurlínu á Æsustöðum í broddi fylkingar, vann
málinu hið mesta gagn, hún talaði kjark í fólkið með eld-
móði sínum. — Fjelagið fór þegar að safna fje til hælisins
1918, og varð vel til. Sem dæmi má nefna, að mágur Sigur-
línu, bændahöfðinginn Magnús Sigurðsson á Grund, lagði
fram 15 þúsund krónur, sem þóttu miklir jreningar á
þeim árum.