Hlín - 01.01.1957, Page 39
Hlin
37
Samskotalistar til byggingarinnar voru sendir alt í'rá
Gunnólfsvíkurfjalli til Hrútafjarðar, og varð vel til,
margir lögðu fram stórar gjafir, fleiri en bóndinn á
Grund, t. d. lagði Ragnar Ólafsson, konsúll á Akureyri,
fram 10 þúsundir króna.
Hælið komst upp fljótt og vel og tók til starfa 1926, og
er því rúmlega 30 ára, og allan tímann hefur ágætismað-
urinn, Jónas Rafnar, verið þar yfirlæknir.
Kvenfjelagið „Hjálpin“, sem stofnað var 1915, hafði
mörg merk mál á stefnuskrá sinni, sem öll miðuðu á ein-
hvern hátt að heilbrigðismálum. — Safnað var til ljóslækn-
ingatækja við Akureyrarspítala. Kvenfjelögin í Eyjafirði
söfnuðu 6000 krónum með því skilyrði, að Ljósastofan
yrði komin upp að tveim árum liðnum. — Akureyrarbær
lagði annað eins fram á móti.
Það var miklum erfiðleikum bundið að koma sjúkling-
um suður, sem þurftu til ljóslækninga, eins og t. d. vetur-
inn 1918, sem var sjerstaklega erfiður vegna frosta og ísa.
— Vorið 1918 voru tvær fátækar, ungar stúlkur úr fram-
Eyjafirði, sendar til Vífilsstaða til að vera í ljósum, og
gekst Sigurlxna fyrir söfnun til þeiiTar feiðar.
Kvenfjelagið „Hjálpin" var brautxyðjandi að því þarfa
máli að ráða til sín hjúkrunarkonu, til þess að annast um
þá sjúklinga, sem ekki voru þegar lagðir á sjúkiahús, „og
til þess,“ eins og að orði er komist í fundargei'ðinni, „að
þeir fái notið naiíðsynlegrar aðhlynningar og hjúkrunar
í heimahúsum.“
Þetta mun vera fyi'sta ráðning hjúkrunaikonu í sveit á
íslandi, en þær urðu margar síðar, og áttu sjerstaklega
miklum vinsældum að fagna, bæði í bæjum og sveitum. —
Kvenfjelagið „Hlíf“ á Akureyri var fyrirmyndin. — Það
fjelag hóf sína merkilegu stai'fsemi árið 1907.
Sigurlína kom því til leiðar fyrir hönd fjelags síns, að
Sjúki'ahús Akureyrar tók stúlkur, sem ætluðu að sinna
þessum störfum, til náms um lengri tíma. — Reyndist hinn
ágæti læknir og mannvinur, Steingi'ímur Matthíasson, þar