Hlín - 01.01.1957, Page 40
38
Hlín
ágætur leiðbeinandi og vinur. — Hjelst þessi starfsemi
hjúkrunar- og hjálparstúlkna í Saurbæjarhreppi í Eyja-
firði um mörg ár til hinnar mestu blessunar.
Fjelagið keypti nauðsynlegustu hjúkrunargögn og lán-
aði þau á heimili, þegar þörf krafði.
Þegar 2. landsfundur kvenna var haldinn á Akureyri
1926, var Sigurlína þar sjálfsagður fulltrúi og ræðumaður,
svo miklum vinsældum hafði hún aflað sjer á þeim vett-
vangi, að það þótti sjálfsagt. — Hún nefndi erindi sitt:
„Uppeldismál og blaðamenska." — Þótti erindið athyglis-
vert og skörulegt. — Tók Sigurlína liörðum höndum á
Ijótum munnsöfnuði í blaðamensku og mannorðsspjöll-
um. Sveið mörgum undan þeim orðum. — Samþykt frá
henni viðvíkjandi umbótum í þessu efni var einróma sam-
þykt. — Þá voru um 200 konur á fundi, og leyfðist þeim
öllum að greiða atkvæði í þessu máli.
Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir var forgöngumaður þessa
fundar með miklum sóma, og við ágætar viðtökum hjá
norðlenskum konum. — Sigurlína á Æsustöðum mun hafa
átt forgöngu um áskorun til þingmanna kjördæmisins um
að frú Bríet fengi árlega styrk frá Alþingi sem þakklætis-
vott fyrir mikið og merkilegt starf fyrir konur landsins.
Málið náði fram að ganga. Þakkaði frú Bríet jafnan norð-
lenskum konum, að hún fjekk 300 kr. árlega frá Alþingi.
Sigurlína var eftirsóttur fyrirlesari hjá kvenfjelögunum.
— Flutti hún oft erindi á fundum Sambands norðlenskra
kvenna víðsvegar um Norðurland, sjerstaklega um upp-
eldis- og bindindismál.
Hún ljet sjer mjög ant um fræðslu barna innan sinnar
sveitar, var lengi formaður fræðslunefndar. — Hún tók
sjer fyrir hendur að fara skemtiferðir með börnunum að
vorinu, eftir að kenslu var hætt, sem þá var sjaldgæft. —
Fyrsta skólaferðalagið var að Klaustur-Möðruvöllum í
Hörgárdal, það næsta að Sauðárkróki, þá að Mývatni. —
Og var Sigurlína fararstjórinn. Þótti börnunum mjög
gaman að þessum ferðalögum. — Kvenfjelagið „Hjálpin“