Hlín - 01.01.1957, Síða 41
Hlin
39
tók upp þá nýbreytni, í formannstíð Sigurlínu, að hafa
námsskeið í handavinnu fyrir börn að afloknu fullnaðar-
prófi. — Og var það gert til þess skerða ekki námstíma
barnanna, sem þótti heldur stuttur fyrir, aðeins 2 mánuð-
ir á vetri.
Sigurlína var fædd 4. júlí 1876 í Æsustaðagerði í Eyja-
firði, en þar bjuggu þá foreldrar hennar: Sigtryggur Sig-
urðsson og Friðrikka Friðriksdóttir.
Árið 1896 giftist Sigurlína Níels Sigurðssyni frá Tjörn-
um í Eyjafirði, og bjuggu þau mestan sinn búskap á Æsu-
stöðum, bjuggu þar stórbúi um 40 ára bil, keyptu jörðina
og bjuggu rausnarbúi. — Þeim varð 6 barna auðið, og
náðu 4 fullorðins aldri. — Þessi þrjú eru á lfi: Helga, ljós-
móðir í Reykjavík, Steingrímur, bóndi á Æsustöðum, og
Jónheiður, húsfreyja í Reykjavík.
Sigurlína og Níels lifðu saman í ástúðlegu hjónabandi
full 54 ár. — Níels var hið mesta prúðmenni og dugnaðar-
maður. — Hann skildi konu sína vel. — Sigurlínu varð
einhverntíma að orði , að lítið mundi hún hafa getað
starfað að fjelagsmálum, ef bóndi sinn hefði ekki gert alt
sem í hans valdi stóð til þess að gera sjer það kleift.
Á Æsustöðum er ljómandi fallegt og búsældarlegt. —
Hjónin, Sigurlína og Níels, hafa gert garðinn frægan. —
Sigurlína var ótrúlega víðsýn og áhugasöm um öll fram-
fara- og menningarmál. — Jeg gleymi ekki dögunum, sem
jeg dvaldi hjá henni sumarið 1918. — Það var gaman að
heyra hana ræða um alla heima og geima af sinni alkunnu
dirfsku og áhuga um fjelags- og framfaramál, um leið og
hún keptist við heimilisstörfin: Matreiðslu, brauðgerð
o. fl. — Alt var það í stakasta lagi, ekki síður en hin önnur
áhugamál.
„Sigurlína stóð fyrir stórbúi í 50 ár, og um margra ára
skeið voru um og yfir 20 manns í heimili og oft fleira. —
Stundum tók Sigurlína fátækar, barnshafandi konur heim