Hlín - 01.01.1957, Page 42
40
Hlín
til sín, til þess að ala þar börnin, svo þær gætu fengið betri
aðhlynningu en kostur var á heima.
Sigurlína var gáfuð kona og glæisleg, svo af bar. — Hún
var líka góð kona og jafnan reiðubúin til að rjetta þeim
hjálparhönd sem bágt áttu.“
Níels bóndi andaðist haustið 1950. — Sigurlína andað-
ist 15. janúar 1956.
Halldóra Bjarnadóttir.
(Að nokkru leyti stuðst við grein Bernharðs, alþingismanns
Stefánssonar, um Sigurlínu í „Degi“ 27. jan. 1956.)
Kristín Þorgrímsdóttir
frá Hrauni í Aðaldal.
„Hún hafði svo lengi leitað
að lifandi Guði á hæðum.“
Jóhannes úr Kötlum.
Mig langar til að biðja „Hlín“ fyrir örfá minningarorð
um Kristínu Þorgrímsdóttur frá Hrauni í Aðaldal.
Jeg hafði vænst þess, að einhver mjer fremri og færari,
yrði til þess að minnast hennar. En þetta hefur ekki orðið
enn, svo mjer sje kunnugt.
Menn hafa að vonum misjafnar sögur að segja um sam-
ferðamenn sína. — Nærvera sumra manna er þannig, að
hún vekur vanlíðan, jafnvel þótt þeir hafi á engan hátt af
sjer brotið, að því er vítað verður. — Því fer svo stundum,
að við sniðgöngum slíka menn eða forðumst að verða á
vegi þeirra. — Við verðum jafnvel fegin þegar þeir fjar-
lægjast. — Stundum eru fullar ástæður fyrir þessu, stund-
um lítil eða engin rök.
Nærvera annara verkar hinsvegar öfugt. — Mönnum
líður vel í návist þeirra. Umhverfis þá virðist altaf vera
hlýtt og bjart. Það er gott að koma til þeirra, dvelja í ná-