Hlín - 01.01.1957, Side 43
Hlin
41
lægð þeirra. Þeir seiða
til sin í stað þess að hinir
hrinda frá sjer. — Náðar-
gjafir mannanna eru
ólíkar, enda hafa þeir
misjöfnu að miðla til
samferðamanna sinna og
samtíðar.
Menn vilja að vonum
sitja við þann eld, sem
best brennur, sækja í sól-
skinsblettina, vera þar
sem best er að dvelja. —
Þessvegna er oft þunn-
skipað í grend við þá
fyrrnefndu, en því fleiri
hópast um hina. — Um
hitt hirðum við hinsveg-
ar minna, oft og tíðum,
hvort við höfum meira eða minna af mörkum að láta í
stað þess, er við njótum.
Best er að segja hverja sögu eins og hún gengur, ef unt
er. — Sjerhver á rjett á því að njóta sannmælis, þótt menn
að vísu þoli sannleikann miður vel stundum.
Viljandi halla jeg ekki rjettu máli, er jeg minnist
Kristínar í Hrauni. — Jeg álít að hún hafi fylt flokk
þeirra manna, sem ávalt er gott að sækja heim. — Það var
gott til hennar að koma, dvelja í návist hennar. -Þessvegna
var oft gestkvæmt hjá henni . — „Það er ekki krókur að
koma í Garðshorn,“ stendur þar. —■ Fáir munu hafa forð-
ast að koma að Hrauni, meðan Kristín og maður hennar
rjeðu þar húsum. — Þannig var það þá og er raunar enn.
— En hvernig fór, þegar Kristín varð að draga sig í hlje
vegna aldurs og heilsubilunar, og -hún hafði minna að
miðla en áður, að því er sjeð varð? — Okkur fer svo
stundum, að við gleymum gamalmennunum, þegar þau
Kristin Þorgrimsdóttir,
Hrauni.