Hlín - 01.01.1957, Síða 45
Hlín 43
Hólmfríði Einarsdóttur. — Solveig, dóttir þeirra, andað-
ist árið 1923.
Síðustu æfiárin dvöldu þau, Kristín og Sigurður, hjá
Jónasínu dóttur sinni í Hrauni og manni hennar. — Þar
nutu þau hinnar ágætustu aðhlynningar í alla staði. —
Var sambúð hinna eldri og yngri mjög rómuð, og má full-
yrða að hafi verið til fyrirmyndar í hvívetna. — Gott er
þegar hægt er að segja slíka sögu.
Kristín í Hrauni andaðist árið 1948. — Hún hvílir í
Neskirkjugarði í Aðaldal. — Þar hvílir maður hennar og
börn og fjölmargir vandamenn og vinir aðrir. — Fjöl-
menni fylgdi henni til grafar. — Steingrímur Baldvinsson
í Nesi, frændi hennar, flutti húskveðju í heimahúsum, en
sóknarpresturinn, síra Sigurður Guðmundsson á Grenj-
aðarstað, ræðu í kirkjunni. — Einnig flutti Konráð skáld
Vilhjálmsson kvæði við þetta tækifæri.
Jeg álít að Kristín í Hnauni hafi verið gæfukona.
Hjónaband hennar og Sigurðar Jónassonar var farsælt,
að því er jeg best veit. — Hún naut vináttu og virðingar
fjölmargra samferðamanna. — Trúin hjálpaði henni og
huggaði, er missir barna og annara ástvina steðjaði að. Og
hún naut ástríkrar umhyggju á æfikvöldinu, er hún varð
hjálparþurfi.
Hún verður minnisstæð öllum, er henni kyntust.
Þórgnýr Guðmundsson, Sandi.
Þrífist aldrei vonleysi og vol.
Byrgjum það, sem böli kann að valda,
best er glaður lífsbraut áfram halda,
vel er þeim, er eigi þrýtur þol.
Frímann Guðmundsson, Kjalarlandi.
(Úr brjefi til Jóninnu í Höfnum á Skaga 1897.)