Hlín - 01.01.1957, Síða 46
44
Hlín
Elín Briem og Stefán Jónsson.
HUNDRAÐ ÁRA MINNING.
Þegar maður er kominn á efri ár, verður manni oft lit-
ið til baka yfir farinn veg, ekki síst á sjerstökum tímamót-
um. — Svo fór fyrir mjer síðastliðið liaust, þegar liðin
voru 100 ár frá fæðingu hjónanna, Elínar Briem og Stef-
áns Jónssonar, verslunarstjóra á Sauðárkróki. — Elín var
fædd 19. október 1856, en Stefán 27. sama mánaðar.
Vorið 1895 fluttu foreldrar mínir, Guðmundur Er-
lendsson og Ingibjörg Sigurðardóttir, frá Æsustöðum í
Langadal, þar sem þau höfðu búið í 18 ár, að Mjóadal á
Laxárdal. — Þau ár verslaði faðir minn við Höepfners-
verslun á Blönduósi, en þetta áðurnefnda vor fór hann að
versla við Gránufjelags-verslun á Sauðárkróki. — Stefán
Jónsson var þá verslunarstjóri þar. Hann var sonur síra
Jóns Hallssonar, prófasts í Glaumbæ. — Stefán var fyrst
verslunarmaður á Skagaströnd og svo á Sauðárkróki hjá
Kristjáni Hallgrímssyni frá Vestdalseyri. — Hann var á
verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1875—76, kom svo til
Sauðárkróks sem spekulant fyrir Sveinbjörn Jakobsen,
kaupmann í Höfn, svo verslunarstjóri fyrir hann til
1885, fór þá utan og gerðist verslunarstjóri fyrir Gránu-
fjelagið á Sauðárkróki til dauðadags 1910. — Hann leigði
fjelaginu verslunarhús þau, er hann hafði keypt af Jak-
obsen. — Stefán var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauð-
árkróks 1886, og gjialdkeri hans til 1907, þá formaður
til 1910.
Stefán var glæsilegur maður hvar sem á liann var litið
og ágætismaður, tryggur og vinfastur. — Fyrri kona Stef-
áns var Ólöf Hallgrímsdóttir, alsystir Einars verslunar-
stjóra á Vestdalseyri og Kristjáns, sem áður er getið. —
Ólöf var mesta gæðakona, fríð sýnum, háttprúð og
kurteis. — Einn son áttu þau hjón, Jón, sem fyrir löngu er