Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 50
48
Hlin
byrjuðu, og voru þetta hinir mestu hátíðisdagar fyrir okk-
ur. — Frú Elín hjálpaði Ingibjörgu systur minni til þess
að komast á Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn
(„Drottningarskólann"), sem starfaði fjóra mánuði yfir
sumarið, fengu tvær íslenkar stúlkur ókeypis inntöku í
hann, og því fylgdi frítt fæði og húsnæði, og ennfremur
frí skipsferð fram og aftur. -r- Ingibjörg systir mín (nú í
Síðumúla) segir í brjefi til mín nýlega: „Ræða frú Huldu
Stefánsdóttur, sem hún flutti í Útvarpið á aldarafmæli
frú Elínar Briem var alveg snild. — Engri vandalausri
manneskju á jeg meira upp að inna en frú Elínu. Velvild
hennar og hjálpsemi urðu margir aðnjótandi. . . .“
Frú Elín vildi alla fræða og af öllum læra, hún var að
læra að spila á gítar haustið, sem jeg var hjá henni, þá 49
ára gömul. — Hún gladdist með glöðum og hrygðist ítieð
hryggum.
Mjer er minnisstætt, hve liún var glöð, er Ingibjörg
systir mín fjekk verðlaun frá Listiðnaðarskólanum.
Frú Elín unni manni sínum heitt, og ljet alt vcra eins
og hann vildi. — Jeg hef aldrei sjeð nokkra konu leggja
sig svo fram um að gena alt, sem hún gat fyrir mann sinn.
— Mikið var hún Guði þakklát fyrir að hafa að lokum
fengið að njóta Stefáns og „eiga þetta alt með honum",
sagði hún. — Hún var líka þakklát fyrir alt, sem fyrir
hiana var gert, hvað lítið sem það var. — Hún sagði mjer
frá því, að Jón á Hafsteinsstöðum, hreppstjóri, hefði lán-
að sjer hest á þjóðhátíðina 1874. — Fyrir það var hún
honum þakklát, meðan hún lifði.
Stefán bar mikla virðingu fyrir konu sinni, og var
henni góður og umhyggjusamur, það sýndi hann best,
þegar hún var veik, að hann fór sjálfur með henni til út-
landa að leita henni lækninga. — Þá var skamt á milli, að
þau kæmu ekki aftur lifandi, því skipið sem þau fóru
með, „Kong Trygve“, lenti í ís og fórst austur af Langa-
nesi 20. mars 1907. Skipverjar og farþegar komust í bát-
ana, tveir bátar komust til lands eftir mikla hrakninga,