Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 51
Hlín
49
og voru Stefánshjónin i öðrum þeirra, en þriðji báturinn
fórst með 8 mönnum. — Allur farangur þeirra, sem með
skipinu voru, fórst. — Frú Elín misti þar sinn dýrasta
fatnað (skautbúninginn). — Um þetta fengust þau hjón
aldrei, en lofuðu Guð fyrir lífgjöfina, og það gerðu víst
allir, sem þau þektu.
Stefán faktor varð bráðkvaddur 5. maí 1910. — Var
það mikil harmafregn fyrir okkur öll í Mjóadal, því um
fáa vandalausa þótti okkur vænna en hiann.
Nokkrum dögum eftir að Stefán dó, átti skip að koma
til Sauðárkróks, sem Ingibjörg systir mín ætlaði með til
Kaupmanna'hafnar. — Hún lagði upp á annan í hvíta-
sunnu, sem bar upp á 16. maí. — Við Stefán, maður minn,
fórum með henni norður. — Við kviðum fyrir að koma í
Stefánshúsið, sem þá var orðið sorgarhús. — Ófærðin var
svo mikil yfir fjöllin, að illfært var, hestarnir lágu alls-
staðar á kviði. — Við komum að Veðramóti, og töfðum
þar klukkutíma. Þá bjó þar Björn Jónsson, hreppstjóri,
með börnum sínum. — Er mjer minnisstætt, hve vel var
tekið á móti okkur.
Þegar við komum til Sauðárkróks fórum við strax út í
Stefánshús, eins og vant var, og tók frú Elín á móti okkur
eins og hún var vön, það var eins og við kæmum til móð-
ur okkar. — Höfðum við þá verið 13 klukkutíma á leið-
inni frá því við fórum frá Mjóadal, með töfinni á Veðra-
móti.
Það var búið að kistuleggja Stefán, þegar við komum
norður. — Frú Elín ljet altaf vaka yfir líkinu þangað til
jarðað var. — Harmur hennar var mikill, en mjer fanst
hún stærst í sorginni, enda var það mikið sem hún misti.
Jeg minnist þeirra hjóna, Elínar og Stefáns, með djúpri
virðingu og þakklæti fyrir alt, sem þau gerðu fyrir mig
og mitt fólk.
Blönduósi í janúar 1957.
Elísabet Guðmundsdóttir frá Gili.
4