Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 52
50
HUn
Jóhanna Soffía Jóhannesdóttir Thorwald.
1861-1945.
„Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt jeg sveima.
Nú er horfið Norðurland,
nú á jeg hvergi heima."
Sennilega hefur enginn maður, karl eða kona, sem
komin voru til vits og ára heima á íslandi, en ílengst er-
lendis, getað gleymt þessari stöku Kristjáns Jónssonar,
en raulað hana 'hátt og í hljóði á einverustundum lieim-
þrár og trega-tímum sínum, og þó einkum þeir, sem
komu af norðurhluta landsins. — Sunnlendingar, aftur á
móti, Ijetu sjer nægja hin ódauðlegu orð Gunnars á Hlíð-
arenda: „Fögur er hlíðin.“
Kona sú, sem hjer um ræðir, var án efa engin undan-
tekning, því hún elskaði ættjörðu sína af öllu hjarta til
lífsins leiðarenda. — Þótt hún væri orðin viðskila við ís-
land að sumu leyti, þá voru rætur hennar djúpar í mold-
inni, sem feðra hlúir beinum. — Hún varð að sætta sig
við það, að hinn voldugi Vesturheimur yrði vistarvera
niðja hennar á kostnað hins íslenska þjóðemis.
Jóhanna Soffía er fædd á Valdalæk á Vatnsnesi í Vest-
ur-Húnavatnssýslu 16. ágúst 1861, dóttir Jóhannesar
Sveinssonar og Margrjetar Jónsdóttur.
Á Valdalæk var tvíbýli um þessar mundir. í öðrum
bænum bjó Ólöf Gísladóttir með Jóhannesi syni sínum
(Ólöf var dóttir Gísla Gíslasonar prests í Vesturhópshól-
um). — Margrjet Jónsdóttir var einnig ekkja og bjó í hin-
um bænum.
Þrátt fyrir hina óvæntu heimsókn litlu stúlkunnar 16.
ágúst 1861, varð hún fljótt augnayndi allra á báðum
heimilunum. — Snemma komu í ljós góðar gáfur og
skáldhneigð hjá henni, svo að fjögna ára að aldri var hún
farin að koma saman vísum, enda má óhætt segja, að alla