Hlín - 01.01.1957, Side 53
Hlín
51
sína löngu æfi hafi Jóhanna
verið yrkjandi í ljóðum og
sögum. — Við og við birtust
sum af Ijóðum hennar í
vestur-íslensku blöðunum.
— Kvæði sín kallar hún
„Hagablóm". — Auk þeirra
er æfisaga hennar í ljóðum.
— Er við lesum þessi Ijóð,
dáumst við að hreinskilni
hennar, fljúgandi gáfum,
orðgnótt, skapandi ímynd-
unarafli og stálminni. —
Það er sama, hvort hún talar um saklausa æsku sína eða
hina margbreytilegu erfiðleika fyrstu áranna í Ameríku,
hina brennandi heimþrá, steikjandi hitann eða nístandi
kuldann .— Þó nær hún eflaust hæst í ljóðagerð sinni, þar
sem hún yrkir um æskuástir sínar.
Sögur hennar bera nöfn eins og „Tóftarbrotið", „Hönd
örlaganna" og „Við kaffiborðið".
Ung að árum giftist Jóhanna Þorvaldi Gunnarssyni, af
svonefndri Skíðastaðaætt í Skagafirði. — Fluttu þau til
Kanada frá Sauðárkróki um aldamótin síðustu með 6
ungar dætur sínar. — (Jóhanna lýsir ferðalaginu vestur í
„Hlín“ 34. árg.).
Nokkru eftir að fjölskyldan var sameinuð vestna flutt-
ist hún til Stillwater í Minnisota, við St. Croixfljótið,
sem aðskilur hin gróðursælu fylki Wisconsin og Minni-
sota. — Þar voru þau einangruð frá íslendingum að heita
mátti, og þar meðtóku þau katólska trú. — Þar kom Jó-
hianna öllum dætrum sínum vel til menta, og þar eignað-
ist hún 6 ameríska tengdasyni og tugi af niðjum.
En hún var ætíð hin trygglynda dóttir íslands, ekkert
fjekk því breytt, eins og ljóð hennar og sögur bera ljóst
vitni um. — Jafnvel þegar glóbjarta hárið var orðið grátt
og bláu augun sama sem blind, var sál hennar óbilandi.
4*
Jóhanna S. J. Thorwald.