Hlín - 01.01.1957, Page 54
52
Hlln
— iÞrálát augnveiki ásótti hana árum saman og gerði
henni lífið oft erfitt.
Jóhanna var tilfinningarík kona og skapstór. — Hún
lærði fljótt enska tungu mjög vel og átti marga góða vini
ameríska. — Mjer þótti vænt um þessa frændkonu mína
og var trúnaðarvinur hennar. — Hún sagði mjer margt
um sfna hagi, sem annars hefði farið með henni grafar-
veg. — Það hefði mátt skrifa heiia bók um þessa þjóð-
ræknu, íslensku konu, sem hröklaðist til Ameríku, eyðir
æfi sinni þar, sem enga íslendinga er að finna, á 6 efni-
legar dætur, sem allar tóku katólska trú ásamt foreldrum
sínum, og giftast allar mönnum sitt af hverju þjóðerni. —
Er þettia orðin fjölmenn ætt — og nú að verða sem dropi
í hafinu. — Engum er kunnugra en mjer um afdrif þess-
arar fjölskyldu. — Jóhanna frændkona mín var í stöðugu
sambandi við mig nærfelt 40 ár. — Hún heimsótti okkur
tvívegis í Winnipeg ,og var mánuð um kyrt í hvert skifti.
— Það er í rauninni vel viðeigandi, að þessi minningar-
orð birtist í ,,Hlín“, norðlenska kvennaritinu, því einmitt
á Norðurlandi dvaldi hugur þessarar útfluttu konu löng-
um í útlegðinni. — Norðurlandinu, sem ef til vill varð
ennþá töfrabjartara úr hinni miklu fjarlægð yfir lönd
og höf.
Jóhanna og Þorvaldur áttu mörg börn. Sex dætur náðu
fullorðins aldri: Amalíia, Laufey, Sigrún, María, Matt-
hildur og Mínerva. — Þorvaldur, maður Jóhönnu, mun
hafa verið formaður á opnum skipum og smiður að öðr-
um þræði, áður en hann fór af landi burt, en mörg síð-
ustu ár æfi sinnar stjórnaði hann lyftu í stórbyggingu
einni í Stillwater. — Þorvald sá jeg aldrei, en skrifaði þó
minningargrein um hann, og nokkrar setningar úr henni
ætla jeg að láta fylgja hjermeð:
„Mörg síðustu æfiár sín stjórnaði Þorvaldur lyftu í
stórri byggingu. — Þar flutti þessi hávaxni, þöguli mað-
ur, með hrafnsvart hár og dökk augu, hinn margbreytta
lýð, sem að dyrum hans bar, upp og ofan dag hvern.