Hlín - 01.01.1957, Síða 56
54
Hlin
Kristín Stefánsdóttir
frá Hlíð í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu.
Þann 23. febrúar 1956 andaðist í Reykjavík ung kona,
Kristín Stefánsdóttir að nafni, þrjátíu og þriggja ára að
aldri. Var hún burt kölluð frá manni og kornungum syni.
Kristín var dóttir hjónanna Kristínar Jónsdóttur og
Stefáns Jónssonar að Hlíð í Lóni, Au.-Skaft. Þar fæddist
hún 13. des. 1922 og þar ólst hún upp til fullorðinsára.
Þó æfi Kristínar yrði svo stutt, sem raun varð á, hafði
þessi unga kona skilið eftir sig óvenjulegt dagsverk. —
Strax á barnsaldri bar á góðum gáfum hjá litlu stúlkunni,
henni sóttist munnlegt nám mjög vel og lauk hún skóla-
prófum sínum með mestu prýði. — En auk venjulegs bók-
náms lagði hún alt frá barnæsku stund á tréskurð. — Ein
og út af fyrir sig sat hún löngum stundum og tegldi spýtu-
kubba, þeir breyttust í höndum hennar og tóku á sig
myndir. — Oftast voru það hestar, sem hún skar út, stund-
um einn sjer, stundum með hnakk og beisli og mann á
baki, stundum hryssa með sjúgandi folaldi, stundum al-
tygjaður hestur og hundur við hlið hans, — ferðbúnir. —
Hestana bjó hún til í allskonar stellingum: hlaupandi —
á brokki — töltandi — á skeiði eða í kyrstöðu, — en hest-
arnir hennnar voru æfinlega fiallegir, hvaða stöðu sem
hún valdi þeim.
Brátt kom þar, að gestir sem komu á heimilið, fengu
að sjá gripi hennar, þeir dáðust að þeim og föluðu af
Þegar jeg lít yfir liðna æfi, sje jeg, að það er afarmargt, sem
jeg má vera þakklátur fyrir: Góða foreldra, góð systkin, ágæta
eiginkonu, efnilega sonu og svo hina mörgu góðu vini í öllum
áttum.
Tvívegis hef jeg átt því láni að fagna að koma heim til
íslands, mjer til ósegjanlegrar ánægju og uppbyggingar (1949
og 1955). — Og ennþá vona jeg að eiga eftir að koma heim,
hvort sem sú von rætist eða ekki. Það leiðir tíminn í ljós.“