Hlín - 01.01.1957, Side 57
Hlin
55
henni hesta. — Fór hún
úr því að láta af hendi
hesta, oft gefins til kunn-
ingjanna, en seldi seinna
meir margan fallegan fol-
ann úr íslensku birkikubb-
unum sínum.
Á unglingsárunum sótti
Kristín skólann á Eiðum,
og upp úr því lá leiðin til
Reykjavíkur og fór hún þar
á Handíðaskólann. — Lítið
fanst henni hún læra þar
viðvíkjandi skurðlist sinni,
sem hún liafði þá þegar
náð mikilli leikni í. — Þar
lærði hún að móta í leir og
sjálfsagt eitthvað fleira.
Til ýmsra mun hún hafa
leitað, sem hún taldi að myndu geta greitt götu sína á
listamannsbraut, en ekki hitti hún að sinni þá, sem yrðu
henni að liði á því sviði.
Kom hún nú heim á ný og dvaldi um skeið heima. —
Þá bar svo við, að einhver, sem fengið hafði hest hjá
henni, var svo óheppinn að brjóta hann lítilsháttar.
Leiddist honum þetta, tók sig til og fór með gripinn til
Ágústar Sigurmundssonar myndskera, og bað hann að
gera við hann. — Ágúst sagði mjer það sjálfur, að það
hefði þegar vakið athygli sína, hversu þessi gripur var
listavel smíðaður, og spurði hann eigandann, hver hefði
smíðað hann. — Maðurinn sagði sem var um það. — Gerði
Ágúst sjer þá hægt um hönd, kom sjer í samband við
Kristínu og falaði hana til starfa á verkstæði sitt, svo
mjög var hann viss um listgildi gripsins.
Er þar skemst frá að segja, að á verkstæði Ágústar vann
Kristín síðan í nokkur ár. — Þar lærði hún að fara með
li