Hlín - 01.01.1957, Page 58
56
Hlín
Hestarnir hennar Kristínar.
hin ýmsu verkfæri, er listskurði í trje tilheyra, og þar óx
hún og þrsokaðist í list sinni. — Ágúst reyndist henni hið
besta, og fól henni æ vandasamari verkefni. — Stærsta
verkið, sem hún lagði þar hönd að, er ræðustóll sá hinn
mikli og veglegi, er Mentaskólanum í Reykjavík var
gefinn á 100 ára afmæli hans. — Ágúst teiknaði stólinn og
skar eða hjó út mynd þá, er á honum er, en Rristín skar
út mestalt eða alt skrautverk stólsins og geta allir, sem
stólinn sjá, skilið að það er af mikilli list gert.
Um tíma, meðan Kristín var hjá Ágústi, vqjktist hann
og þurfti utan sjer til lækninga. — Á meðan hjelt Kristín
opnu verkstæði hans ásamt lærling, sem hjá honum var,
og „gerðu þau það af mestu prýði", sagði Ágúst sjálfur. —
Þá önnuðust þau, Kristín og lærlingurinn, allar pantan-
ir, sem verkstæðinu bárust, í fleiri mánuði, sem Ágúst var
frá störfum.
Á verkstæði Ágústar var í tíð Kristínar skorið út mikið
af haglega gerðum vegglömpum, útskornar bríkur á stóla
og sófa, listafallegir og haglega gerðir kassar, skírnarfont-
ar, ræðustóllinn fyrnefndi, hillur og fleira, sem jeg kann
ekki full skil á. — Að öllu þessu vann Kristín meira og