Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 59
Hlin
57
minna eftir ástæðum. — Heima hjá sjer vann hún sífelt
að hestunum sínum, sekli þá og fengu færri en vildu. —
Sem dæmi um, hversu mikið þótti til hestanna hennar
koma, má geta þess til gamans, að þegar vinir Thor Thors
sendiherra í Washington vildu sýna honum vináttuvott
með veglegri gjöf á 50 ána afmæli hans, fengu þeir Krist-
ínu til að smíða einn af sínum fögru hestum til að senda
honum. — Seinustu árin sendi Kristín hesta til Ameríku
og seldi þá þar.
Auk hestanna, sem hún skar, málaði hún og teiknaði
dálítið og mótaði í leir. — Meðal annars málaði hún altar-
istöfluna í Stafafellskirkju í Lóni, og veit jeg ekki betur
en það sje eina altaristaflan á íslandi, sem máluð er af
konu.
(Það átti fyrir Kristínu iað liggja að dvelja á fullorðins-
árum sínum í Reykjavík.
Skömmu eftir að hún fór til Reykjavíkur giftist hún
eftirlifandi manni sínum, Friðrik Jónssyni frá Eskifirði,
og áttu þau heimili í Reykjavík upp frá 'því. — En þó
Kristín dveldist syðra, þráði hún þó altaf heim í sveitina
sína, og vildi gjarnan flytjast þangað aftur ef tök væru á,
og heim kom hún á hverju surnri, eins lengi og henni var
fært, og dvaldi hluta úr sumrinu á sínu gamla benisku-
heimili, vann við heyskapinn og annað er fyrir kont á
heimilinu og ldúði þannig að kærum foreldrum. — Krist-
ín var með lafbrigðum vandvirk að hverju sem hún gekk,
og bar hvert verk hennar ljósan vott unt þá listfengi og
fegurðarskyn, sem henni var í blóð borin.
Á síðasta árinu, sem hún lifði, eignaðist hún son. —
Átta mánuðum seinna varð hún að hlýða kallinu, sem all-
ir verða að gegnia, þegar röðin kemur að þeim.
Eftir að drengurinn kom til sögunnar, var Kristín enn
ákveðnari í að flytja heim í sveÍLÍna aftur, en áður en slíkt
kom til framkvæmda, greip annað inn í. — Heimför henn-
ar varð með öðrum hætti en nokkurn hafði órað fyrir.
Kristín lafkastaði á stuttri æfi furðu miklu, enda var