Hlín - 01.01.1957, Síða 60
58
Hlin
hún iðjusöm með afbrigðum. — Hún og verk hennar
verða minnisstæð öllum er henni kyntust.
Hlýr hugur sveitunga og vina fylgja henni út yfir
landamærin miklu. — Guð blessi hana á vegum hins nýja
lífs.
Sigurlaug Ámadóttir, Hraunkoti í Lóni.
Ömmur mínar.
GUÐRÚN ÞORGRÍMSDÓTTIR
frá Hraunkoti, fædd 21. febr. 1813, dáin 31. maí 1892.
Oft hef jeg hugsað um það, hve mjer er mikil ánægja
að því að muna eftir ömmum mínum, man þær ein
minna systkina.
Föðuramma mín hjet Guðrún JÞorgrímsdóttir, fædd í
Hraunkoti í Aðaldal 21. febrúar 1813. — Um tvítugsaldur
giftist hún í Garð í Mývatnssveit, frænda sínum Jóni
Jónssyni. — Voru þau bræðrabörn, fædd sama dag og ár,
og því látin skiftast á gjöfum frá barnæsku. — Þeirra sam-
leið var sögð ástrík. — Þau áttu 12 börn, en mistu þau
flest nýfædd og fárra ára. — Upp komust þrjú: Arnfríð-
ur, fædd 20. des. 1839, kona Helga Guðlaugssonar frá
Steinkirkju í Fnjóskadal. — Þau voru systkinabörn. —
Þau áttu fjölda barna og eiga marga afkomendur í Vopna-
firði og Reykjavík. — Arnfríður var með afbrigðum
trygglynd og sendi okkur systkinum altaf gjafir. —■
Jiakobína, fædd 25. júlí 1854, dáin 14. febr. 1931, gift
Jónasi Jónssyni frá Baldursheimi. — Bjuggu þau stórbúi
á Lundarbrekku í Bárðardal, áttu 3 börn, upp komust
tvær dætur, en sonur dó ungur. — Afkomendur systranna
búa með prýði á Lundarbrekku. — Faðir minn, Árni, var
yngstur sinna systkina, fæddur 19. sept. 1856, og því á
þessu ári 100 ár frá fæðingu hans. Dáinn 19. nóv. 1926,