Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 61
Hlin
59
Amma Guðrún var orðlögð gæðakona, stórgjöful, og
mátti ekkert aumt sjá. — Þekti jeg gamla konu, sem víða
fór, og reyndi margt mótdrægt, hún sagðist aldrei hafa átt
jafngóða húsmóður. — Hún ól upp mörg fósturbörn,
vandamanna sinna og óskyld. — Ammia var viðkvæm,
ljettlynd en þó þjett fyrir. — Hún stýrði búi sínu með ár-
vekni. — Hún misti mann sinn árið 1874.
Hún ljet grafa brunn í hlaðinu, og fleira ljet hún gera
til nytsemdar á heimili sínu. — Hún var ein af þrémur
ekkjum, sem ljet byggja Grænalækjarbrú, lækurinn hafði
aldrei verið brúaður fyr, var hvergi reiður, var á þjóðleið,
lækurinn rann úr Grænavatni í Mývatn.
Þegar jeg man fyrst eftir mjer, var amma Guðrún aust-
ur í Hólsseli á Hólsfjöllum hjá Arnfríði dóttur sinni. —
Man jeg að aldrei fjell svo ferð að austan, að eigi kæmi
silfurkróna á barn, kandís, hagldabrauð, sokkar og illepp-
ar. — Mikið hugsuðum við um þessa blindu ömmu og
þráðum að sjá hana. — Þá Arnfríður flutti austur í
Haugsstaði í Vopnafirði, kom amma Guðrún heim í
Garð. — Kvöldið, sem von var á henni, ætluðum við aldr-
ei að sofna elstu systkinin, en faðir okkar fór með hana
'heim í Kálfaströnd til að stytta leiðina í Garð, en hann
teymdi undir henni alla leiðina. — Næsta dag var sólskin
og logn. — Pabbi rjeri inn alla Lind, og sat amma í bytt-
unni með svartan silkiklút fyrir andlitinu, þoldi ekki sól-
skinið. — Við komum öll ofan í Flæðina. — Hún hló og
grjet í einu, þá við heilsuðum henni. — Það undraði mig.
Við leiddum hana heim. — Mikið var hún glöð að setjast
að í sínu gamla hjónarúmi. — Við vildum leiða hana um
bæinn, en hún gekk sem alsjáandi væri, úti og inni og
meðfram bæjarþiljunum, þekti sig vel. — Hún spann og
prjónaði, tíndi grös og plokkaði fugla. — Hún kunni
ógrynni af versum og bænum, mjer þótti nóg urn hvað
hún vildi kenna mjer mikið, en alt hafði jeg eftir fyrir
hana, því.jeg svaf fyrir ofan hana. — Aldrei sagði hún
okkur nema einu sögu. Hún hjet: „Guð er kærleikur,"