Hlín - 01.01.1957, Síða 62
60
Hlin
og er í gömlu, elstu Kvöldvökunum, sem Hannes Finns-
son gaf út. Jeg grjet yfir sögunni.
Svo liðu ein tvö eða þrjú ár. En einn morgun, þá amma
vaknaði, sagði hún við mömmu: „Það söng sólskríkja við
gluggann minn í morgun, jeg vaknaði við það.“ — Stuttu
síðar rak hún upp hljóð, fjell aftur á bak með prjóna
sína, og var örend um leið. — Það var 31. maí 1892. — Þá
komu tveir smiðir og smíðuðu kistuna heima: Steinþór á
Litluströnd og Sigurður á Arnarvatni. — Brauðið í erfið
var bakað í sjerstökum potti í hlóðum, glóð undir og ofan
á lokinu. ,
10. júní var húskveðjan haldin á hlaðinu heima í sól-
skini og logni yfir vatni og vogum. — Annáluð var hús-
kveðja Árna prófasts Jónssonar á Skútustöðum. — Jón
skáld Hinriksson á Helluvaði flutti kvæði: „Drottinn
fann þjer frelsisvilkjör góð, forðaði þjer frá banastríði
hörðu,“ sagði hann.
Þarna sat jeg fyrst við kistu og sá fyrst gröf. — Jeg tók
því með stillingu.
BJÖRG HELGADÓTTIR
frá Skútustöðum, fædd 19. apríl 1825. Dáin 18. nóv. 1893.
Hin amma mín hjet Björg Helgadóttií. — Hún kom í
Garð sama dag og móðir mín: Guðbjörg Stefánsdóttir frá
Haganesi, 14. maí 1882. — Björg amma var því bundin
við mína fyrstu eftirtekt og minni. — Mjer þótti a£ar vænt
um hana. — Maður hennar var Stefán Gamalíelsson í
Haganesi við Mývatn. — Þau áttu 11 börn, komust 7
upp: Baldvin ,Stefán, Hjáhnar, Þórarinn, Halldór, Guð-
björg og Helga. — Þau mistu 4 börn á hálfum mánuði úr
barnaveiki, tveggja til tíu ára. — Það ár, 1860, dóu 15
börn úr þeirri veiki í sveitinni, þar af tvö alsystkin Jóns
Stefánssonar (Þorgils gjallanda).