Hlín - 01.01.1957, Side 63
Hlin
61
Eitt sinn urðu afi og amma heylaus að vorlagi, eftir
það voru þau í sárustu fátækt, en áður bjargálna. — Þá
vinkonur ömmu komu í heimsókn, gaf hún þeim flautir.
— Afi dó 55 ára, árið 1874, úr lífhimnubólgu, varð kalt á
ís. — Leitað var læknis, síra Miagnúsar á Grenjaðarstað.
Afi og amma áttu hálft Haganes, en nú var öldin önn-
ur: Tvístrað var öllum hópnum, þeim sársauka verður
ekki með orðum lýst. — Jörðin seld, andvirðið gefið með
börnunum, sem í ómegð voru. — Ammia fór fyrst eitt ár
í Voga til Hjálmars, bróður síns, föður síra Helga á
Grenjaðarstað, en þaðan í Skútustaði til Þuríðar systur
sinnar, móður síra Árna á Skútustöðum, og dvaldi þar til
hún fór með móður minni í Garð 14. maí 1882.
Jeg svaf hjá henni og hún kendi mjer vers og bænir. —
Man jeg að alt var lesið í vissri röð. — Hún sagði okkur
systkinunum ógrynni af sögum, æfintýrum, tröllasögum,
huldufólkssögum, en aldrei draugasögur. — Sakna jeg
þess að muna ekki þær sögur, því þar kendi mikils hug-
myndaflugs, og mun eflaust hafa verið meining í þeim
mörgum. — Þá allar sögur þraut, sagði hún okkur af
Abraham, ísak og Jakob, Jósep og bræðrum hans, og várð
það til þess, að jeg hlakkað til að lesa Biblíusögurnar.
Undur þótti mjer vænt um ömmu Björgu. — Hún
klæddi okkur elstu systkinin, fór með okkur út á hlað og
ljet okkur lesa blessunarorðin og signa okkur.
Amma Björg dó eftir 10 vikna legu í krabba, þá var jeg
á 10. ári. — Jeg hágrjet, þegar hún dó seint um kvöld 18.
nóv. 1893. — Jeg var við jarðarför hennar. Þuríður systir
hennar sat undir mjer við kistuna.
Jón Hinriksson flutti erfiljóð eftir hana og lýsti þar
lyndiseinkunn hennar, fjöri, fjölhæfni, gáfum og þreki,
þrátt fyrir erfiðar kringumstæður og ástvinamissi.
Blessuð sje minning hennar!
Ásrún Ámadóttir frá Garði, Kálfaströnd við Mývatn.