Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 67
Hltn
65
ið, ekki verið lítilsvert. — Hún hefur ekki gengið heimsk
og tómhuga gegnum heiminn. — Líf hennar hlýtur að
liafa átt sjer markið.
Við vitum öll hverju gamla konan svarar mjer. — Við
lesum svarið í þýðlega og góðlega brosinu hennar:
„Jeg hef ekkert annað gert, en reynt að skapa gott
heimili."
Og þetta er það, sem konurnar mundu svara, ef þær
mættu rísa upp úr gröfum sínum, hver ættliðurinn af
öðrum, liver þúsundin, hver miljónin eftir aðra: — „Við
höfum ekkert annað gert en reynt að skapa gott heimili."
Þær yrðu ekki margar, sem svöruðu öðru. — Einstaka
nunna mundi hrópa, að takmark lífs hennar hefði verið
að þjóna Guði. — Einstaka drotning mundi segja, að hún
hefði unnið í þarfir ríkisins. — En svipir þeirra myndu
hvería í fjöldann. — Raddir þeirra myndu ekki heyrast
meðal allra þeirra, sem svöruðu: „Við höfum leitast við
að skapa gott heimili.“
Við vitum allar, að þetta er satt. — Við vitum, að ef við
spyrjum karlmennina, ef við leiddum þá fram kynslóð
eftir kynslóð, þúsundir, milljónir, hvern fram af öðrum,
þá myndi engum þeirra detta í hug að svara, að hann
hefði lifað til þess að skapa gott heimili. — Það hefur ver-
ið hlutverk konunnar. — Það er ekki til sá karlmaður,
sem eignar sjer heiðurinn af því að hafa skapað heimili.
Og við vitum, að það er gagnslaust að leita að öðru. —
Við munum ekki finna neitt.
Gjöf okkar til mannkynsins hefur verið heimilið. Það
og ekkert annað. — Við höfum verið að byggja þessa litlu
byggingu síðan á dögum Evu, formóður okkar.
Við höfum breytt áætluninni, við höfum gert tilraunir,
við höfum fundið upp nýjungar, við höfum tekið upp
aftur gamla siði, við höfum lagað okkur sjálfar eftir kröf-
um heimilisins. — Við höfum tamið þau af villidýrunum,
sem heimilið þurfti með. — Úti á víðavangi höfum við
leitað uppi sáðkornið, bragðgóðu berin, fegurstu blómin.
5