Hlín - 01.01.1957, Side 71
Hlín
69
En áður en við dirfumst að segja nokkuð fyrir um
framtíðina, þá skulum við virða fyrir okkur hvað karl-
maðurinn hefur unnið þær þúsundir ára, sem konan he£-
ur unnið að sínu verki ,heimilinu.
Menn hljóta að vera á einu máli um svarið.
Karlmaðurinn hefur skapað Ríkið. — Fyrir það hefur
hann starfað, fyrir það hefur hann lagt á sig mikið erfiði.
Hann hefur gefið því hina tröllauknu vinnu sína, sem
stjórnandi þess, hann hefur hætt lífi sínu til þess að gera
umbætur á því. Hann hefur gefið því öflugustu hugsanir
sínar. Hann hefur staðið fyrir framan fallbyssukjaftana,
til þess að verja það. Hann hefur ákveðið takmörk þess,
samið lög þess, safnað þjóðflokkunum í þessa óendanlegu,
margbrotnu sköpun, sem nær til okkar allra og sameinar
okkur eins og limi eins líkama.
Engum dettur í hug að draga af karlmanninum þann
heiður, sem hann á skilið fyrir að hafa stofnað þjóðfjelag-
ið. — Það er ekki einungis ríkið, heldur einnig allur sá
stóri og smái fjelagsskapur, sem það innibindur, sem er
verk hans. — Jafnskjótt og við göngum út fyrir fjóra
veggi heimilisins mætum við lionum einum. Hann hefur
skapað sveitabæinn, kaupstaðinn, bæjarstjórnina, borg-
ina, hann hefur stofnað kirkjuna, liáskólann, iðnaðarsam-
tökin, öll þau ríki í ríkinu, sem við þekkjum, eru frá
byrjun verk hans. — Hann er mesti byggingameistari
allra mannlegra mauraþúfna, hann stendur aldrei einn,
hann er altaf í fjelagsskap. — Enginn maður er eins mik-
ils virtur og stjórnmála-vitringurinn, hinn mikli konung-
ur. — Við finnum að besta gjöf karlmannsins til heims-
menningarinnar er hið reglubundna, sterka, verndandi
ríki.
En nú verðurn við konurnar að spyrja sjálfar okkur:
„Getum við borið okkar litla verk, heimilið, saman við
hið stolta verk karlmannsins, ríkið?“
En þá skulum við fyrst athuga þetta.
Jeg ætla ekki að halda því fram, að heimilið, eins og