Hlín - 01.01.1957, Síða 72
70
Hlin
jeg lýsti því áðan. sje alment og allstaðar tilorðið. — Ef
svo væri, þá væri mannkynið líklega búið að ná takmarki
sínu, og engar umbætur eða framfarir væru þá framar
nauðsynlegar. — Auðvitað veit jeg að fæst heimili eru
fullkomin, og að mörg þeirra eru slæm. — En góðu, ham-
ingjusömu heimilin eru þó til: Við höfum sjeð þau. Við
höfum átt heima á þeim. Við höfum ef til vill ekki átt
þau sjálf, en við getum vottað að þau eru þó til. — Þau
eru ekki draumur einn. — Konur hafa skapað þau í fá-
tækt og auðlegð, látlaus og fáguð. — iÞau rúmast í kotbæn-
um og í konungshöllinni. — Þau eru áreiðanlega til.
En ríkin, þessi stóru heimili okkiar, sem er svo erfitt að
byggja, og eru reist með slíkri fádæma fyrirhöfn, vökvuð
svo miklu blóði og tárum, gerð með aðstoð kjarkmestu
mannanna, skörpustu afburðamannanna, hefur nokkuð
þeirra nokkurntíma getað fullnægt öllum meðlimum sín-
um? — Eru þeir ekki altaf önnum kafnir við að gera urn-
bætur á þeim? — Vilja menn ekki enn í dag breyta öllu í
hólf og gólf? — Fela þau ekki altaf í sjer einhver efni til
óánægju og beiskju?
í „Nadeschda" eftir finska skáldið Runeberg, segir zar
Rússlands, Katrín keisarafrú, við Natalíu furstafrú, vin-
konu sína, þegar þær minnast á heimili hennar:
„Vilken lycka att till alla kunna hinna
kunna hela alla bristar
och ett litet paradis af fröjd och lycka
blott med hjártets vilja skapa.“
Katrín var kona, en hún talar hjer ekki sem kona, held-
ur sem stjórnandi stærsta ríkisins á jörðunni. — Eða hvar
er það ríki, þar sem engin börn flækjast um heimilislaus,
þar sem ekkert ungt mannsefni glatast, lieldur eru öll
ungmennin alin upp með gleði og hógværð eins og börn
eiga rjett á.
Hvert er það ríki, sem veitir öllum fátækum gamal-
mennum áhyggjulausa, lieiðarlega elli, eins og þeim ber,