Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 74
72
Hlin
ing, heldur einungis sem eiginkona. — Karlmaðurinn
hefur ekki tekið konuna með sjer inn í dómarasalinn,
embættisverkin eða vöruhúsin. — Einn hefur hann barist
við hin erfiðu hlutverk sín. — Hvað gekk ekki læknirinn
lengi einn á sjúkrahúsin? — Prestarnir ganga ennþá einir
að sínu starfi. — Karlmennirnir búa sjálfir til matinn
sinn í hermannaskálunum, þeir aga og ala upp drengina í
drengjaskólunum — Þeir hala tekið það að sjer, sem er
erfiðast af öllu, að sjá um fátæklingana. — iÞeir hafa ekki
verið hræddir við eftirvinnuna. — En hefur þeim nú
bepnast þetta verk sitt?
Hvað sýnir stjettarhatrið og köllin frá hinum undirok-
uðu? — Hótanir um gjörbyltingu? — Kvartanir atvinnu-
leysingjanna? — Ameríkuferðir?
Ber þettia ekki vott um, að karlmanninum hafi mis-
hepnast þetta verk sitt og að honum rnuni aldrei hepnast
það einum saman?
Og sjá, einmitt á þessum tímum, þegar ríkin leika á
teiðiskjálfi, hvað aðdáanlega, sem þau hafa verið bygð,
þegar byltingarnar virðast liggja í loftinu, þá byrja hinir
miklu þjóðflutningar kvennanna inn á verksvið karl-
mannsins, starfssvið ríkisins. — Er nokkur meining í
þessu? Eða sýnir það aðeins, að konan óskar eftir betri
lífskjörum, jafnrjetti, tilbreytni, frelsi, völdum? — Hvers-
vegna byrjar þetta einmitt núna? — Menn eru blindir,
sem sjá þetta ekki. Daufir, sem heyra ekki.
Eða heyrir konan einhverja innri rödd, sem kallar til
liennar og hvetur hana og segir: Farðu út að vinna nýja,
þjer óþekta, erfiða vinnu. Stattu við járnbrautarhliðin,
sópaðu götuna, skrifaðu afskrift á skrifstofunni, seldu frí-
merki á póststofunni, kendu allra lægstu byrjunargrein-
arnar, sittu á talsímastöðinni, rjettu verkfærin við skurð-
lækningarnar. Gerðu alla þessa lítilljörlegu vinnu, og
vertu viss um, að hún er ekki til ónýtis ger. — Vertu um
fram alt viss um, að þetta sje nauðsynlegt. — Þú verður að
komast allsstaðar inn, vera allsstaðar til taks, ef ríkið á