Hlín - 01.01.1957, Page 75
Hlin
73
einhvemtíma að verða elskað eins og lieimilið. — Vertu
viss um, að vinnukraftur þinn, sem nú er lítilsvirtur,
verður mikilsvirtur og eftir honum sótst, þegar tímar
líða, svo þú hefur ekki við að fullnægja kröfunum. —
Vertu þess viss, að eins og læknirinn getur ekki lengur
verið án hjúkrunarkonunnar, eins mun presturinn og fá-
lækrastjórinn njóta aðstoðar líknarsysturinnar, verk-
smiðjustjórinn njóta hjálpar umsjónarkonunnar. —
Vertu viss uin, að bráðum verður okkur allsstaðar að
mæta, í óbygðum og í borgum, með ótal nýjum titlum og
í atvinnugreinum, sem nú eru óþektar, en sem allar
stefna að sameiginlegu takmarki.
-----o-----
Ó, við konurnar erum ekki fullkomnar. Þið karlmenn-
irnir eruð það ekki heldur. Hvernig getum við náð full-
komnunar takmarki nema með því að hjálpast að.
Við vitum að þetta verður ekki framkvæmt í flughasti,
en okkur finst það synd og heimska að hafna hjálp okkar.
Við trúum því að stormur Guðs leiði okkur.
Litla meistaraverkið, heimilið, var okkar verk með að-
stoð karlmannsins — Stóna meistaraverkið, góða ríkið,
mun karlmaðurinn skapa, þegar hann tekur konuna sjer
til hjálpar í fullri alvöru.
Selma Lagerlöf.