Hlín - 01.01.1957, Side 76
74
Hlin
Bókin mín.
Ræða flutt við setning Húsmæðraskólans á Laugalandi
sunnudaginn 23. sept. 1956 af síra Sigurði Stefánssyni,
prófasti á Möðruvöllum í Hörgárdal.
„Og jeg sá mikið hásæti hvítt og þann, sem í því sat, og
fyrir ásjónu hans hvarf himinn og jörð, og sá þeirra eng-
an stað. Og jeg sá þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi
fyrir hásætinu, og bókum var lokið upp. Og annari bók
var lokið upp. og það er lífsins bók, og hinir dauðu voru
dæmdir eftir því, sem ritað var í bókunum, samkvæmt
verkum þeirra.“ Op. Jóh. 20. 11—12.
Opinberun Jóhannesar er að ýmsu leyti eitt sjerkenni-
legasta rit Nýja-testamentisins og að líkindum það, senr
fæstir þekkja eða eru handgengnir nokkuð að ráði. —
Margir vita þó, að í þessu riti geymist merkileg heimild
einhverra stórkostlegustu vitrana og dulsýna, sein dauð-
legum mönnum hafa birst, og að táknmál og líkingar-
auður sumra kaflanna í þessu riti taka flestu fram að feg-
urð og háfleygi, af því er vjer þekkjum'í bókmentum
heimsins. — Og fræg og sígild — og raunar á hvers manns
vöruin — eru sum einstök orð og ummæli liins mikla spá-
manns og sjáanda.
En hitt er satt, að á stundum er næsta erfitt að átta sig
á líkingum hans og táknmyndum, og hefur svo jafnan
reynst.
Samt hef jeg kosið mjer þaðan texta við þetta hátíðlega
tækifæri, til þess að leiða að athygli vora. — Og jeg get
sagt undir eins, Iivað því rjeð. — Það er frásögn sjáandans
um bækurnar.
Hann sjer inn þangað, sem vjer öll eigurn eftir að
koma einhverntíma. — Honum opnast sýn inn í ríki
liimnanna eða heimanna fyrir handan. — Og þar sjer
hann mennina með bækur. — Þeir stíga hver eftir annan