Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 79
Hlin
77
Því að þetta, sem í bókina er skráð, bókina þína, sem
þú heldur á að leiðarlokum og fyrir æðsta dómi, hlýtur
að vera allt annað en það, sem venjulega er skrifað á bæk-
ur: merkilegir atburðir og mikil verk. — Það eiga svo fáir.
Og einhvernveginn finst oss, að frammi fyrir hvítu há-
sæti hans, sem er Drottinn kynslóðanna og dæmir líf
þeirra, sje það ekki þetta, sem hann leitar að og les. Ekki
um afrek þín, ekki einu sinni um þá verðleika þína, sem
umhverfi þitt og samtíð meta ef til vill einhvers og launa
mest.
í bókina þína er margt skt'ifað, og miklu fleira en þig
kannske grunar, ýmislegt, sem þjer hefði laldrei komið í
hug, að þar yrði letrað, sumt, sem ef til vill leynist dýpst
í vitund þinni frá liðnum tíma, eða löngu er gleymt.
Og í bókina hafa skrifað fleiri en einungis þú. — Þeir,
sem þjer stóðu næst, þegar þú gast svo litlu ráðið um
þína óskrifuðu bók, hvað í hana yrði letrað. — Þeir, sem
þá höfðu líf þitt og lán iað svo miklu leyti á valdi sínu. —
Þeir, sem fengu þjer fararefnin í hendur og áttu að búa
þig undir að þreyta skeið æfinnar, þjer til særndar og öðr-
um til blessunar.
Og altaf síðan voru það einhverjir, sem skrifuðu í bók-
ina þína ásamt þjer, eða höfðu á ýmsan hátt áhrif á það,
sem þar var skráð: Fjelagar þínir í uppvextinum, sam-
ferðamennirnir, og síðast en ekki síst sjálfir ástvinir þínir,
þeir, sem þú ef til vill deildir öllu með, því, sem þú áttir
dýrmætast ög best. — Kannske gastu fátt eða ekkert skrif-
að í bókina þína án þess, að þú værir altiaf með hugann
hjá þeim.
En mestu ábyrgðina á því, sem í bókinni stendur, ber-
um vjer þó sjálf. — Fyrst og fremst er bókin þín og einskis
annars, og segir frá þjer. — Ekki verkum þínum í venju-
leguin skilningi. Heldur liinu, hvemig þú vanst það, sem
þjer var til trúað, hvort sem það var að ytri sýnd stórt eða
smátt, hvort sem það vakti athygli fjöldans eða enginn gaf
því gaum.