Hlín - 01.01.1957, Page 80
78
Hlín
Bókin er um innri verðleika þína, sæmd og heiður
hjarta þíns, manngildi þitt.
Þar segir frá því öllu, sem þjer var lánað úr Drottins
liendi, svo að líf þitt gæti orðið til blessunar og hvernig
þú reyndist því vaxinn, að svo yrði. — Þar segir frá 'hag-
sæld þinni og hamingju, og hvernig hið góða, sem þú
rnættir á lífsleiðinni orkaði á hugarstefnu þína og breytni
gagnvart mönnunum. — Og þar er alt skráð um reynslu
þína og baráttu, vonbrigði þín, áhyggjur og erfiðleika. —
Stærstu verkin þín, skráð í þessa bók, eru ef til vill um
sigur þinn á úrslitastund, staðfestu þína og styrk, þegar
mest á reyndi, trygð þín við alt það, sem þú áttir bezt og
dýrmætast í trú þinni og samvisku.
Já, það er margt, sem vjer fengjum að skygnast í og
skoða, ef bækurnar þessar stæðu nú opnar fyrir oss og vjer
mættum sjálf lesa það, sem í þær er letrað. — En þær eru
ennþá lokaðar og leyndardómsfullar, og enginn opnar
þær fyrr en hann ,sem í hásætinu situr.
Vjer vitum einu sinni ekki, hvað bókinni líður hjá
hverjum einstökum, hve langt henni er komið. — En hin-
ir ungu hugsa að vísu sjaldnast í þá átt. — í þeirra aug-
um er lífið fult af eftirvænting og tilhlökkun, vonum og
nýjum fyrirheitum. — Svo á það líka að vera. — Og þó
segir skáldið: „Styrjöld, styrjöld er vor æfi. Æskan er hin
fyrsta hríð.“ — Barátta og erfiðleikar í einhverri mynd
fylgja öllum aldursskeiðum. — En í rauninni eru það þó
ekki liin undarlegu og ólíku tildrög og atvik lífsins, sem
skapa oss mönnunum örlög, heldur hitt, Iivernig vjer sjálf
tökum því blíða og stríða, hvernig alt þetfia, sem mætir
oss, verður til að minka oss eða stækka, auka manngildi
vort og innri heiður, eða kippa oss úr leið vaxtarins og
þroskans.
Um þetta er skrifað í bókina mína og þína, blöðin, sem
þegar eru skráð og þau, sem letruð verða á þessu nýja
starfsári og komandi dögum. — Það eru verkin, sem ein-
hverntíma eiga að fylgja oss upp að hinu hvíta hásæti