Hlín - 01.01.1957, Page 82
80
Hlín
Mætti sjeihvert af oss fyrst og fremst skrá hans heilaga
nafn í bókina sína, og þá mun hver dagur og hver stund
leiða til heilla og nýrrar blessunar.
Erindi
flutt á skemtisamkomu, sem U. M. F. „Ármann“ í
Kirkjubæjarhreppi hjelt á Kirkjubæjarklaustri
á Síðu 2. páskadag 1956.
Góðir áheyrendur!
iÞó að þessi samkoma okkar hjer í kvöld eigi að heita
skemtun, ætla jeg að segja hjer nokkur orð um málefni,
sem flestir munu telja alvörumál. Mjer finst ekki viðeig-
andi að bjóða hugsandi fólki upp á eintómt ljettmeti á
páskaskemtun.
Það fylgir starfi mínu sem lækni, að eiga tal við marga
menn, og það oft á þeim stundum, þegar gamanið er
fjarri og alvaran leitar á. — Þá hefur talið oft borist að
því, að ræða um lífið og tilveruna, því það er varla til sá
maður, sem ekki hugsar um þau efni á alvörustundum.
Vakna þá margar spurningar: Hversvegna lifum við? —
Hvað er dauðinn? — Er annað líf til eftir þetta? — Margar
fleiri spurningar vakna, þegar veruleikinn ber að dyrum
— svo margar, iað jeg kann ekki að telja. — Spurningar,
sem okkur væri holt að spyrja oftar en við gerum, og án
þess að dapurlegir atburðir knýi oltkur til þess.
Jeg hef orðið þess var, að svo að segja hver maður, sem
jeg hef átt tal við um þessi efni, trúir á Guð, jafnvel þó
þeir afræki hann, þegar alt leikur í lyndi. — Finst ykkur
ekki dapurlegt til þess að hugsa, að í raun og veru er okk-
ur mótlætið nauðsynlegt. — Án þess mundu margir menn
gleyma skapara sínum. — Erum við ekki undarlega lík
Símoni Pjetri, sem afneitaði frebara sínum þrisvar, áður