Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 84
82
Hlín
og á þátt í þeirrí lítilsvirðingu, sem henni er sýnd nú á
dögum.
Höfum við gert okkur ljöst, hvaða afleiðingar þessi af-
staða nútímamenningar hefur í för með sjer, ef ekki verð-
ur breyting á?
Þeir, sem ólust upp við annan hugsunarhátt, hafa sitt
veganésti. Þeir bera trúna í hjarta sínu eins og falinn eld,
sem veitir ljós og líf á erfiðum stundum. — En hvernig
ler fyrir börnunum, sem alast upp við sjúka menningu?
Til þesstað svara þeirri spurningu þarf engar ágiskanir.
-- Það eru, því miður, altof margar staðreyndir, sem segja
sína sögu. — Glæpir og glæpahneigð unglinga fer ört vax-
andi og siðferði hnignar. — Þetta er meira en leiðindaraus
skapvondra roanna um versnandi heim.
Sjaldan hafa menn verið eins ánægðir með menning-
una með öllum sínum þægindum og einmitt nú. — En
skýrslur, sem ekki verða rengdar, sýna þetta, svo ekki
verður um vilst. — Tilraunir hafa verið gerðar til að graf-
ast fyrir ræticr þessa átumeins í þjóðfjelaginu. — Þar ber
alt að sama brunni. —
Heimilin bera þyngstu sökina. — Mikill meirihluti
þessara ógæfusömu unglinga koma frá heimilum, sém
brugðist hafa því hlutverki, að búa börnin undir göngu
lífsins. — Það, sem einkennir þessi börn, er öryggisleysið.
— Þau bera ekki traust til neins og finna ekki til ábyrgðar
gagnvart neinum. — Foreldrarnir, sem áttu að vera at-
hvarf þeirra, brugðust. — Síðan þora þau ekki að treysta
neinu. — Þau reynast ótrú sjálfum sjer, fósturjörðinni og
Guði.
Þrír eru þeir gallar á heimilum, sem valda mestu um
glæpahneigð:
I fyrsta lagi agaleysi og of inikið eftirlæti. — Börnin eru
vanin á sjálfræði og eigingirni. — Þau bera ekki virðingu
fyrir foreldrum sínum, því þau liafa ekki krafist neins af
börnum sínum, heldur sýnt þeim taumlaust eftirlæti.
Það verður tóm í sálu þessara barna. — Þau kynnast