Hlín - 01.01.1957, Side 87
Hlin
85
allra mikilvægasta ræktunin. — Og tómstundirnar gefa
okkur sjerstaklega tækifæri til þessarar ræktunar.
Eins og líkami okkar þarf að njóta góðrar aðhlynning-
ar og hæfilegrar hvíldar til þess að vinna vel sín störf, eins
þarf okkar innri maður stöðugrar endurnæringar og
hvatningar, ef vel á að fara. — Og líkami okkar getur
hvílst frá erfiðu starfi við ýmiskonar andlega iðju.
Vitur maður hefur komist svo að orði: „Tómstundir
eru eins og bikar. Við getum drukkið úr honum dýrar
veigar, en líka eitur og ólyfjan." — Og hiann bætir við:
„Alt í kringum okkur eru lindir yndis og ánægju, því
skyldum við þá drekka eitur og ólyfjan." — iÞetta verður
þó sumum á, og steypa sjer með því, og stundum einnig
ástvinum sínum, í æfilanga ógæfu. — Svo mikilvægt getur
þetta reynst.
Áður fyr voru tómstundir ólíkt færri hjer á landi en
nú, en þær voru stundum svo vel notaðar, að sumir ís-
lenskir bændur og verkamenn komust nærri því að verða
vísindamenn, eingöngu með sjálfsnámi í tómstundum. —
Það má nota svo vel litlar stundir að mikið gagn verði að.
Nú orðið hefur allur þorri fólks svo margar tómstund-
ir. að manni finst mega gera þá kröfu til þeirra, að þær,
auk þess að veita okkur nægilega hvíld og margskonar
ánægju, gerðu okkur víðsýnni og betri menn, og ykju
einnig vinnugleði okkar. — Alt þetta finst rnanni þær eigi
að gera, og alt þetta geta þær gert, en það er undir okkur
sjálfum komið, hvort þær gera það. — Hjer erum við, eins
og á svo mörgum öðrum sviðum, okkar eigin gæfusmiðir.
— Við megum ekki fljóta hugsunarlaust með straumnum.
-- Sá maður, sem sóar tómstundum sínum, eyðir dýrmæt-
um tíma, og fer við það margs á mis.
En eins og hver sá, sem hefur eitthvert sjálfstætt starf,
þarf að skipuleggja það og keppa að ákveðnu marki, ef
vel á að fara, þannig þurfum við að fara með tómstund-
ir okkar, ef við eigum að hafa þeirra full not. Við þurfum
að skifta þeinr nrilli íþrótta, leikja, skemtana og þrosk-