Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 89
87
Hlín
l'je og tíma í skemtanir> sem lítið virðist á að græða, og oft
eru jafnvel skaðlegur fjelagsskapur. — Þetta er óheilbrigt
og mjög umliugsunarvert. — Fólk fer af einni skemtun á
aðra, en skemtir sjer ekki — eða svo virðist það vera .—
Og sje svo, þá er hjer mein, sem þarf að græða.
Skemtun á að vera til upplyftingar, en má ekki skilja
eftir tómleika og lífsleiða.
Jeg vil því enda þessar hugleiðingar með þeirri ósk til
allra, eldri jafnt sem yngri, að þeim takist að eignast og
varðveita þann dýrmæta eiginleik barnsins að gleðjast og
njóta lífsins unaðssemda, án þess að l:íða við það and-
iegt tjón.
Herselía Sveinsdóttir, kennari.
Forstöðukona heimavistár-barnaskóla Lýtingsstaðahrepps.
Molar.
Eftir sveitakonu,
Um; margra alda skeið voru engir kaupstaðir til á ís-
landi. Þjóðin bjó öll í dreifbýli og lifði af landbúnaði og
þeirri sjósókn, sem hægt var að stunda af opnum róðrar-
bátum. Á heimilurium var unnið og erjað og aldrei lát-
ið verk úr hendi falla. — Prjónarnir fóru meira að segja
ekki úr höndunum á margri stúlkunni, þó hún skryppi
bæjarleið, færi fótgangandi. — Engri stund var slept og
íni-yu-^arjjíli'a afkastaði — jÁ heimilunum yar-unnið úr-
íslensku ullinni klæðnaður á alt heimilisfólkið, yst sem
inst, — tekið ofan af, táið og kembt, spunnið, ofið og
prjótiað. — Og skófatnaðurinn var úr skinnum af sauðfé
tða stórgripum. — Heimilin, sem þá voru miklu mann-
fleiri en nú tíðkast, lögðu sínu fólki til, ekki einungis
fasði og húsaskjól, heldur og fatnað og sængurföt, því víða
voru sængurfötin ullarbrekán og gæruskinn.