Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 91
Hlín
89
ins. — Vjekarnar taka kúfinn af erfiðinu á mörgum svið-
um og fólkið fær þar með betra tækifæri, fleiri frístund-
ir, sem því er ætlað að nota til að þroska anda sinn og
með því að leita þess, sem Alföður er þóknanlegt.
Hinir nýju tímar hafa einnig stefnt fólkinu inn á nýjar
brautir í atvinnuháttum sínum. — Búseta manna færðist
til. — Fólkið á íslandi færði bygðina saman. — Það risu
upp kaupstaðir. — Og nú er svo komið á landi hjer, að
meirihluti þjóðarinnar býr í þjettbýli. — Margir hafa
ímigust á þessari þróun, en ekki þyrfti hún að öllu leyti
að vera til hins verra, enda mundi fólkið ekki leita svo
mjög úr sveit í kaupstað, nema af því það telur þá brey-
ingu á einhvern hátt sjer heppilegri, og geta legið til þess
ýmsar orsakir.
í kaupstöðunum eru óneitanlega ýmis þægindi lögð
upp í hendur íbúanna, án þess að þeir þurfi hver fyrir
sig að leggja þar fram beint framtak eða fyrirhöfn: Vatn
og frárennsli eru til dæmis sjálfsagðir hlutir, sem hvert
bæjarfjelag sjer um fyrir íbúa sína. — Rafmagn til ljósa
og suðu er sjeð um á svipaðan hátt, en langt er í land að
sveitir njóti alrnent slíkra hlunninda. — Sum bæjarfjelög
sjá jafnvel um ylinn á arin heimilanna, þar sem hitaveitu
nýtur við.
Skólar og fjelagslíf í kaupstöðum eru og atriði, sem
fólkið í fjarlægðinni lítur stórum augum. — Kristilegt
starf er og meira í kaupstöðum.
í sveitunum er aðstaðan önnur. Þar þarf hver ábúandi
fyrir sig að sjá um sína vatnsleiðslu, sitt frárensli, sína
uppliitun, — og mjög víða ennþá, — sín ljós. — Þar þarf
hver að búa að sínu og treysta á sig og sitt framtak, langt
fram yfir það, sem er í fjölmenninu. — Það hefur bæði
kosti og ókosti í för með sjer, en það elur upp manndóm
hjá þeim, sem vel rækir það sem gera þarf. — Hver bú-
andi maður hefur margs að gæta. — iÞað er ekki aðeins
eitt íbúðarluis, eða máske tveggja til þriggja herbergja
íbúð, sem þarf að sjá um að sje í lagi í sveitinni. — Nei,