Hlín - 01.01.1957, Side 92
90
Hlin
á sveitabýlinu þarf að vera mikill húsakostur, ef hann á
að fullnægja þörfum heimilisins. — Þar þurfa að vera hús
fyrir menn og búfje, hey og vinnuvjelar, smiðja og smíða-
hús, skemmur og garðmatar-hús, — haughús, safnþrær og
súrheys-gryfjur. — Girðingar o. fl. tilheyrg,pinnig hverju
býli.
Það er því ærið verkefni í sveitinni, og það oft fyrir
fáar hendur — nú orðið, — að halda öllum staðnum í
sómasamlegu ásigkomulagi, en á því veltur ekki lítið fyrir
hvert heimili, að það takist vel.
Hvert kot, hvert sveitabýli, er heilt ríki út af fyrir'sig,
og ef það tekst að halda öllu snyrtilegu, úti jafnt sem inni,
þá eru sveitabýlin yndislegir búsetustaðir. — Hinu er ekki
að leyna, að þegar fólk vegna anna, eða af því það kemur
ekki auga á þörfina fyrir góðri umgengni, lætur.sjer í
Jjettu rúmi liggja umhirðu staðarins alls, þá geta þýljn
líka orðið ömurlegir samastaðir.
En það er með þetta eins og með fleira, að umgengnin
mótast, held jeg, fyrst og fremst af hugarþeli manna, mót-
ast af því hverja afstöðu menn hafa til hinna daglegu
starfa og hverja alúð þeir leggja í að vanda sín störf, og á
hvern hátt þeir leggja fram orku sína.
Þeir sem sjá eigin vankanta og hafa vakandi áhuga á
að vanda um það,,sem þeir ná til, fá ótrúlega miklu áork-
að, og fá þá jafnframt að sjá góðan árangur þess hugsun-
arhátfiar. . ,j
Þeir sjálfir og heimilin þeirra skipa þá fyrst sinn sess
með sóma, að vel sje til vandað hins daglega starfs, — og
verkefnin eru ótæmandi.
Jeg man að listamaður einn, er opnaði sýningu á verk-
um sínum í Reykjavík fy,rir nokkrum árum, ljet prenta
skrá yfir verkin, sem á sýningunni voru, og setti sem eink-
unnarorð á skrána: „Listin er veruleiki þar sem ,allir
draumar rætast.“ — Mjer flaug í hug, er jeg las þessi orð:
„Gerðu sjálft lífið að list, þá hlýtur veruleikinn að verða
draumunum betri.“