Hlín - 01.01.1957, Síða 93
Hlin
91
Hvort sem lieimilið er í sveit eða við sjó, hlýtur aðal-
atriðið l'yrir einstaklinginn ávalt að vera það að reyna að
vanda sig í smáu sem stóru, ytra sem innra.
Menn bera altaf sín sjerstöku verkefni með sjer. — Þeir
geta einir hreinsað eigið hugskot og úthýst þaðan ill-
kvittni og smámunasemi. — Þeir hafa allir hver sitt um-
hverfi 'fil áð hæta og laga, hver sinn náunga að hugsa vel
til. — Þeir eiga líka allir í kristnu; landi aðgang að hjálp
og leiðsögn göfgandi trúar, sem er besti aflgjafi og drif-
fjöður alls þess, sem betur má fara í lífi mánna.
Því fyr sem íslenska þjóðin, eða sem flestir einstakling-
ar hennar, átta sig á því, að auknar frístundir gefa tæki-
iæri til aukins þroska og feguiæa lífs, með því að nota þær
— ekki til innantómra skemtana, — heldur til að þjóna
Guði sínum, til að fegra og göfga hugsunarhátt sinn, líf
og umhverfi, til að sækja mátt sinn til hans „sem stýrir
stjarna her“, gegnum bæn,,og guðræknisiðkanir, því fyr,
verður listin að lifa sú sólskinsbraut, sem jafnvel erfið-
leikar og mólæti megna ekki að varpa skuggum á. \
Megi íslands börn bera gæfu til þess að vera svo sannir
og vitrir menn, að þeirn takistað ganga á Guðs vegum, og
fái þá jafnframt að skynja í dýpt sáfar sinnar þá dásemd
ódauðleikans, sem er kjarni lífsins.
S. Á.
■ ' v 'n•;.< 1 'ÍA'í 'i? ' ' i ■ "■
O'-ig1 , ÍJfc■1 . i .. ,,........ ... . .. ... .... j....
íraff •••■'' Görnul staka. ry '
Mitt er líf í Herrans hönd,
hvar sem endast dagatal.
Að láni höfum.allir önd. i;
Ungur má, en gamall skal.