Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 97
Hlin
95
Eitt er það menningaratriði, SCm leiðbeinandi í heim
ilisiðnaði þarf jafnan að 'liafa vakandi auga á, nefnilega
þjóðbúningur íslenskra kvenna. — Þar hefur íslenskur
heimilisiðnaður líklega náð lengst: Alt frá skotthúfunni
til íslensku skónna, ágætu vaðmálánna og svuntudúk-
anna. — Að maður nú ekki nefni hátíðabúninginn-
Allir heimilisiðnaðarvinir, allur almenningur og alt
skóiafólk þarf að stuðla að því, að þjóðbúningurinn sje í
lieiðri hafðui' og sem mest notaður: Smekklegur, einfald-
ur Ög tilgerðarlaus. — Ekki með tildri eða útflúri, hann
þolir það ekki, það á ekki við hann. — Þá vær'i betra að
leggja þjóðbuninginn alveg niður og taka upp „danskan
búning“, heldur en gera hann að viðundri.
Það er dálítið að glæðast notkun búningsins meðal
yngra fólks, og það er vel.
Nei, það eru ekki allár dísir dauðar hvað heimilisiðn-
aðinn.snertir: Það er verið að halda handavinnusýningar
utanlands og innan með'styrk frá því opinbera. „Drottn-
ingarsýningin" í fyrra í Reykjavík þótti takast vel. —
Sama ár var sýnirig í Finnlandi og árið áður í Danmörku,
og ekki er langt síðan sýning var haldin í Lundúnum. —
Þá sækja og íslendingar handavinnusýningar í öðrum
löndum. — Og margt fallegt og nýstárlega er að t'yðja sjer
til rúms í íslenskri handavinnu, sem er eftirbreytnisvert.
— F.n fyrst og fremst þarf að gefa almenningi kost á að
kynnast gamla, íslenska listiðnaðinum nreð myndum og
uppdráttum.
Þáð er verið að urid‘irbú;a iistvefnað í Ráðhúsið nýja
í Reykjavík. — Og sjálfsagt í Skálholt líka innan tíðar.
Þá eru úlsölur á ísle-nskum heimilisiðnaði í ferðáskrif-
stofunum, og óskað eftir framleiðslu í því skyni um land
alt. — Viðskiftin annast fyrirtækið „íslenskur heimilis-
iðnaðiu‘4 í .Reykjavík. .........