Hlín - 01.01.1957, Page 106
104
Hlin
áfram og smáaukið í fyrir hnakkanum, nokkmm lykkj-
um.
Svo eru prjónaðar 25 umferðir. — Þá eru fitjaðar upp
10 lykkjur fyrir ennið, og þær prjónaðar snúnar, 8 um-
ferðir. — Þá er farið að smá fiaka úr fyrir kollinum, sem
er um 30 umferðir frá ennisbrugðningnum.
DYRAMOTTA.
Þessi motta er frá
Geitaskarði í Langadal.
Unnin úr garðaló, togi
og hrosshári. Hekluð af
Sigríði húsfreyju Árna-
dóttur, og hefur verið
dyramotta um mannsald-
urs skeið á gestmörgu
heimili.
Viðtal
við Sigrúnu Stefánsdóttur, Skálholtsstíg 7, Reykjavík, sem
veitir forstöðu fyrirtækinu „Islenskur heimilisiðnaður“.
„Jeg hef viðskipti við um 100 manns í Reykjavík og
æði marga líka víðsvegar um land, bæði konur og karla.
— Sjerstaklega 'eru það eldri konur lijer í Reykjavík, sem
þykir vænt um að fá vinnuna. Þær eru mjög þakklátar,
og það er ánægjulegt að vinna fyrir þær. Nokkrir gamlir
menn hjer í bæ taka ofan af ull fyrir mig.
Það sem unnið er hjer, er ekki talið fram til skatts, það
bætir því nokkuð upp ellilaunin.
Sem sagt, eru það flest eldri konur, sem skifta við skrif-