Hlín - 01.01.1957, Page 107
Hlin
105
stofuna. — Þó eru þar undantekningar. — Einn viðskifta-
vinurinn 'er ung kona, alin upp í sveit, gift bílstjóra hjer
í bæ, á tvö ung börn, svo liún getur ekki unnið úti. —
'Þau eru að koma sjer upp húsi. — Hún segist hafa ein-
sett sjer að vinna sjer inn með handavinnu, sem svaraði
efninu, sem hún keypti í matinn, og þetta hefur henni
tekist og vel það.
Hún prjónar tvíbandaða belgvettlinga, og fær 30—35
kr. fyrir vinnuna, én 45—50 kr. þegar hún leggur til efnið
sjálf. — Alt sem skrifstofan lætur vinna er úr íslenskri
ull. — Jeg útvega efnið til að vinna úr: Band og lopa. —
Öll vinna er greidd út í hönd.
Jeg hef viðskifti við fólk út um alt land, um ull, band
o. fl. — Það eru peysur, sjöl, vettlingar, leistar, nærföt o.
fl., sem við látum vinna. — Það gengur erfiðlega að fá
góða tóskaparull, heimaþvegna, þó hefur það tekist hing-
að til.
Þær vörur, sem hjer eru framleiddar, fara svo á útsölur
hjer í bænum, og nokkur viðskifti höfum við erlendis.
Skrifstofan hefur haft nokkur viðskifti við vefnaðar-
konur, einnig við karlmenn, sem vilja smíða smámuni,
sem jafnan seljast vel.
Mieð æfingu verða surnar konurnar mjög duglegar að
framleiða, enda vinnur fólkið oftast samskonar vörur, og
fær með því aukin vinnuafköst."
„Sveltur sauðlaust bú“.
Um alla íslandssögu fram til síðustu aldamóta, hefur
sauðfjárhald verið meginþáttur í búskap þjóðarinnar og
lífakkeri. — Meðan fráfærur hjeldust, voru afurðir sauð-
fjárins mesti og besti matvælabrunnur þjóðarinnar, bæði
um rr.agn og fjölbreytni: Mjólk, smjör, skyr, ostar, sýra,
kjöt, mör og annar innmatur sláturfjár. Með þeim korn-